Albert hóf leik á varamannabekknum þegar Genoa fékk Cagliari í heimsókn í fallbaráttuslag.
Leikurinn var markalaus þegar Alberti var skipt inná eftir klukkutíma leik en Genoa tókst að finna sigurmarkið áður en flautað var til leiksloka.
Það gerði Milan Badelj á 87.mínútu.
Nú munar aðeins þremur stigum á Genoa, í 19.sæti, og Cagliari sem er í 17.sæti en bæði lið eiga eftir að leika fjóra leiki. Á milli þeirra er Salernitana með jafnmörg stig og Genoa en hafa leikið einum leik minna.