10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra Kristrún Frostadóttir skrifar 24. apríl 2022 19:01 Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra. Mikið væri það nú gott ef fjármálaráðherra hefði áhuga á að mæta í viðtöl með öðrum, þar sem hann getur ekki bara keyrt yfir hlutina og talað um að allir séu alltaf á háa C-inu. Sé ekki betur en að fjármálaráðherra sé sjálfur á háa C-inu í þessu viðtali í morgun. Hér eru 10 athugasemdir við viðtalið. 1) Fjármálaráðherra segir að ef Íslandsbankamálið væri skoðað af einhverri sanngirni – sanngirni – þá væri ljóst að um stórkostlegan árangur væri að ræða hjá ríkissjóði. Hann hafi heyrt fólk segja að verið sé að gefa eignir. En bankinn hafi hækkað mikið í verði. Athugum: Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram. Að benda á lokaverðmiðann er leið til að drepa málinu á dreif. Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar. Þegar byrjað er að færa línuna svona, hvað er í lagi og hvað ekki, út frá heildartölunni erum við komin á mjög hættulegan stað. Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt. 2) Fjármálaráðherra segir dapurlegt að hlusta á margt sem sé sagt um söluna. Eins og þegar rokið sé til og talað um að margir hafi selt eftir útboðið. Segir að það sé bara „alrangt og hefur verið leiðrétt“. Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi. Þar kom fram að: 34 fjárfestar hefðu minnkað við eignarhlut sinn. Hópur sem keypti 23% af útboðinu. 60 fjárfestar birtist ekki á hluthafa listanum – hópur sem keypti 22% af útboðinu. Ekki sé hægt að fullyrða að þeir aðilar hafi selt. Þetta gæti skýrst af því að viðkomandi varslar hluti á safnreikningi, fjármagnar hluti hjá fjármálastofnun, er eignastýringaðili eða vegna sölu viðkomandi aðila. Förum aðeins yfir þetta: Safnreikningar: Þetta er m.a. leið til að fela eignarhald. Safnreikningar voru frægir fyrir hrun í þessum tilgangi. Finnst okkur eðlilegt að aðilar sem teljast hæfir fjárfestar og fá forgang miðað við almenna fjárfesta til að kaupa í lokuðu ferli, séu aðilar sem svo komi hlutnum fyrir á safnreikningi? Ef viðkomandi hefur ekki getu til að sjá um sínar eigin fjárfestingar og þarf að setja á safnreikning hjá fjármálastofnun af hverju fékk sá hinn sami forgang miðað við almennan fjárfesta sem bara kaupir í gegnum sjóði, eða jafnvel á eigin kennitölu? Er þessi aðili að koma með "þekkingu" inn í bankann? Það þarf að fá að sjá hvað er á bakvið þessa safnreikninga. Er þetta í samræmi við lög um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem gegnsæi er stórt atriði? Fjármagnar hluti hjá fjármálastofnun: Ein röksemdafærslan fyrir því að það megi fara fram hjá meginreglunni í lögum um sölu ríkisins á fjármálafyrirtækjum um opið útboð er að sérstakar ástæður séu fyrir því. Í minnisblaði frá Bankasýslunni frá 20. janúar sl., sem hún sjálf ítrekað vitnar til, er talað um að ein aðalástæðan fyrir því að víkja frá þessari meginreglu og halda lokað útboð í formi tilboðsleiðar sé að koma í veg fyrir kvikar hreyfingar á fjármálamarkaði í kringum sölu. Það er engin önnur leið til að skilja þetta en svo að þá eigi að selja til langtímafjárfesta því þeir selja sig ekki hratt út og valda því ekki „kvikum“ hreyfingum. Fjármálaráðherra hjólar í stjórnarandstöðu fyrir að hafa ekki gert athugasemdir við tilboðsferlið – sem er reyndar ekki rétt ef skoðað er álit nefnda á málinu – en varðandi þennan sértæka hlut þarf að athuga: eiga einstaka þingmenn sem sagt að gefa sér að hér ætli ráðherra og Bankasýsla að brjóta lög með því að víkja frá meginástæðunni fyrir því að halda ekki opið útboð? Fjárfestar sem fá fjármögnun fyrir bréfum eru undantekningarlaust að taka snúning – þetta eru skammtímastöður. Það er mjög dýrt fyrir fjármálastofnanir að fjármagna svona kaup og þess vegna er þetta nær undantekningarlaust skammtímafjárfesting. Sala viðkomandi aðila skýrir sig svo sjálf. Við þetta má bæta að fyrstu dagana eftir útboðið var met velta með hlutabréf í Íslandsbanka á markaði. Þar sem hátt í þriðjungur af fjölda hluta sem voru í útboðinu fór kaupum og sölum. Athugasemdir fjármálaráðherra að það sé ekki hægt að selja strax eftir útboðið standast heldur ekki skoðun: það er hægt að gera framvirkan samning á fjármálamarkaði á þann veg að viðkomandi þarf í raun aldrei að fá bréfin í hendurnar áður en viðkomandi selur. Afhending bréfa er venjulega T+2 (2 dögum eftir kaup) og það að selja T+3 (þremur dögum eftir kaup) er líka ein leið til að segja að eitthvað hafi verið selt strax. 3) Fjármálaráðherra fer í klassíska taktík að spyrja þáttastjórnanda stöðugt á móti hvað hafi í raun farið úrskeiðis. Spyr hvort „þau hafi ekki mátt kaupa“, og er hér m.a. verið að vitna til söluráðgjafa og fólk þeim tengt. Hefur fjármálaráðherra í alvöru talað enga skoðun né þekkingu á fjármálamörkuðum? Er viðkomandi hæfur í starfi sem fjármálaráðherra eftir nær áratug í starfi ef hann þarf að fá Fjármálaeftirlitið til að segja sér að þetta séu ekki eðlilegir viðskiptahættir? 4) Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að eftirlitið skoði söluna? Eftirlitið er til staðar til að fylgjast reglubundið með stórum viðskiptum. Þetta er ekkert til að hrópa húrra yfir. Það hefði verið stór áfellisdómur yfir eftirlitinu ef salan væri ekki í skoðun, óháð skandölum. 5) Fjármálaráðherra talar um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. Virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum. 6) Fjármálaráðherra talar um þinglega meðferð sem hafi verið svo góð. Allt hafi verið útskýrt í hörgul. Og margir sem sátu þessa fundi komi nú af fjöllum. Segi núna „það sagði mér enginn að þetta yrði svona“. Já reyndar, það sagði mér enginn að Bankasýslan ætlaði að fara séríslenska tilboðsleið, sem er í raun nær því að vera almennt útboð þar sem alls konar litlum aðilum er hleypt að með ótrúlegum tilkostnaði. Sér í lagi þar sem Bankasýslan talaði um að þetta útboð yrði í takt við alþjóðlegar venjur – þar sem venjan er að miða við stóra stofnanafjárfesta. Það sagði mér heldur enginn að það ætti að kosta 700 milljónir króna að fara í þetta útboð, 1,4% af söluandvirði. Þrátt fyrir að ein stór ástæða fyrir lokuðu ferli væri lágmörkun á kostnaði. Sem er samt margfaldur á við meira að segja frumútboð. Sem dæmi fór Síldarvinnslan á markað, frumútboð, fyrir skömmu og kostnaðurinn var 0,9% af söluandvirði. Ég átta mig ekki á því í hvaða heimi þingmenn hafi átt að sjá fyrir þennan snúning. Kannski ættum við bara að taka við fjármálaráðuneytinu fyrst við eigum að halda í höndina á fjármálaráðherra í ferli sem á að vera tiltölulega einfalt að framkvæma löglega og siðlega? Því til viðbótar hafa þingnefndir eftirlitshlutverki að gegna. En Bankasýslan upplýsingaskyldu. Ef forsvarsmenn þessarar stofnunar ætluðu að víkja svona frá eðlilegu tilboðsferli bar stofnunni skylda til að flagga því. Athugum að það er hér sem mögulegt lögbrot er m.a. til staðar: Forsendan fyrir því að halda ekki opið útboð var að rík ástæða væri til. Sú ástæða féll þegar litlum aðilum var hleypt að og aðilum sem skuldsettu sig fyrir kaupunum. Allt minnisblaðið frá Bankasýslunni til ráðherra 20. janúar 2022 er uppfullt af setningum sem gefa sterklega til kynna að áherslan sé á stóra langtímafjárfesta. Fólk er ekki fætt í gær – ef allir halda að hlutirnir séu á einhvern veg, er það augljóst að það voru undirliggjandi skilaboð. Fjármálaráðherra ætti kannski að rifja upp sín eigin orð að morgni útboðs þar sem hann talaði um að meirihluti fjárfesta yrðu lífeyrissjóðir. Svo reyndist það vera þriðjungur. 7) Varðandi þessa litlu kaupendur fríar fjármálaráðherra sig algjörlega ábyrgð í viðtalinu. Segir söluráðgjafana bara bera ábyrgð á því hverjir eru skráðir. Ok, þannig að fjármálaráðherra kvittar bara upp á ferli hjá Bankasýslu í armslengd, sem kvittar sjálf upp á ferli í annarri armslengd um að leyfa söluráðgjöfum út í bæ að bjóða litlum kvikum fjárfestum sem skuldsetja sig fyrir ríkiskaupum inn í tilboðsferli sem var rökstutt út frá allt öðrum forsendum? Þrátt fyrir að það gæti verið lögbrot? Hver mætti í vinnuna í þessu ferli eiginlega? 8) Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf. 9) Fjármálaráðherra finnst 700 milljónir króna hljóma reyndar svolítið há þóknun. En segir að hann hafi nú enga aðkomu að þessum samningi. Maðurinn sem er með alla ríkisstjórnina í þéttu aðhaldi á nær öllum vígstöðum. Sami maður og ber ábyrgð á því að í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nær engin kosningaloforð fjármögnuð. Sami maður og ákvað að skera niður framlög til húsnæðismála um 2 milljarða á þessu kjörtímabili þrátt fyrir loforð innviðaráðherra um stórsókn í húsnæðismálum. Sami maður og vill ekki fullfjármagna þjónustu við fatlað fólk. Vill ekki fjármagna grunnrekstur Landspítalans. Hann hefur enga aðkomu að samningi í tengslum við stóra sölu á ríkiseign. Hann opnar bara kassann í þetta skiptið. Einmitt. 10) Að lokum stærir fjármálaráðherra sig af því að þessi sala muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. Fyrir það fyrsta er hann ekki eini maðurinn sem getur selt ríkiseign. Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun. Og vek ég athygli á þessari yfirferð hér í því samhengi. Fjármálaráðherra situr þarna og segir þetta í umboði forsætisráðherra. Munum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Kristrún Frostadóttir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra. Mikið væri það nú gott ef fjármálaráðherra hefði áhuga á að mæta í viðtöl með öðrum, þar sem hann getur ekki bara keyrt yfir hlutina og talað um að allir séu alltaf á háa C-inu. Sé ekki betur en að fjármálaráðherra sé sjálfur á háa C-inu í þessu viðtali í morgun. Hér eru 10 athugasemdir við viðtalið. 1) Fjármálaráðherra segir að ef Íslandsbankamálið væri skoðað af einhverri sanngirni – sanngirni – þá væri ljóst að um stórkostlegan árangur væri að ræða hjá ríkissjóði. Hann hafi heyrt fólk segja að verið sé að gefa eignir. En bankinn hafi hækkað mikið í verði. Athugum: Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram. Að benda á lokaverðmiðann er leið til að drepa málinu á dreif. Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar. Þegar byrjað er að færa línuna svona, hvað er í lagi og hvað ekki, út frá heildartölunni erum við komin á mjög hættulegan stað. Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt. 2) Fjármálaráðherra segir dapurlegt að hlusta á margt sem sé sagt um söluna. Eins og þegar rokið sé til og talað um að margir hafi selt eftir útboðið. Segir að það sé bara „alrangt og hefur verið leiðrétt“. Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi. Þar kom fram að: 34 fjárfestar hefðu minnkað við eignarhlut sinn. Hópur sem keypti 23% af útboðinu. 60 fjárfestar birtist ekki á hluthafa listanum – hópur sem keypti 22% af útboðinu. Ekki sé hægt að fullyrða að þeir aðilar hafi selt. Þetta gæti skýrst af því að viðkomandi varslar hluti á safnreikningi, fjármagnar hluti hjá fjármálastofnun, er eignastýringaðili eða vegna sölu viðkomandi aðila. Förum aðeins yfir þetta: Safnreikningar: Þetta er m.a. leið til að fela eignarhald. Safnreikningar voru frægir fyrir hrun í þessum tilgangi. Finnst okkur eðlilegt að aðilar sem teljast hæfir fjárfestar og fá forgang miðað við almenna fjárfesta til að kaupa í lokuðu ferli, séu aðilar sem svo komi hlutnum fyrir á safnreikningi? Ef viðkomandi hefur ekki getu til að sjá um sínar eigin fjárfestingar og þarf að setja á safnreikning hjá fjármálastofnun af hverju fékk sá hinn sami forgang miðað við almennan fjárfesta sem bara kaupir í gegnum sjóði, eða jafnvel á eigin kennitölu? Er þessi aðili að koma með "þekkingu" inn í bankann? Það þarf að fá að sjá hvað er á bakvið þessa safnreikninga. Er þetta í samræmi við lög um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem gegnsæi er stórt atriði? Fjármagnar hluti hjá fjármálastofnun: Ein röksemdafærslan fyrir því að það megi fara fram hjá meginreglunni í lögum um sölu ríkisins á fjármálafyrirtækjum um opið útboð er að sérstakar ástæður séu fyrir því. Í minnisblaði frá Bankasýslunni frá 20. janúar sl., sem hún sjálf ítrekað vitnar til, er talað um að ein aðalástæðan fyrir því að víkja frá þessari meginreglu og halda lokað útboð í formi tilboðsleiðar sé að koma í veg fyrir kvikar hreyfingar á fjármálamarkaði í kringum sölu. Það er engin önnur leið til að skilja þetta en svo að þá eigi að selja til langtímafjárfesta því þeir selja sig ekki hratt út og valda því ekki „kvikum“ hreyfingum. Fjármálaráðherra hjólar í stjórnarandstöðu fyrir að hafa ekki gert athugasemdir við tilboðsferlið – sem er reyndar ekki rétt ef skoðað er álit nefnda á málinu – en varðandi þennan sértæka hlut þarf að athuga: eiga einstaka þingmenn sem sagt að gefa sér að hér ætli ráðherra og Bankasýsla að brjóta lög með því að víkja frá meginástæðunni fyrir því að halda ekki opið útboð? Fjárfestar sem fá fjármögnun fyrir bréfum eru undantekningarlaust að taka snúning – þetta eru skammtímastöður. Það er mjög dýrt fyrir fjármálastofnanir að fjármagna svona kaup og þess vegna er þetta nær undantekningarlaust skammtímafjárfesting. Sala viðkomandi aðila skýrir sig svo sjálf. Við þetta má bæta að fyrstu dagana eftir útboðið var met velta með hlutabréf í Íslandsbanka á markaði. Þar sem hátt í þriðjungur af fjölda hluta sem voru í útboðinu fór kaupum og sölum. Athugasemdir fjármálaráðherra að það sé ekki hægt að selja strax eftir útboðið standast heldur ekki skoðun: það er hægt að gera framvirkan samning á fjármálamarkaði á þann veg að viðkomandi þarf í raun aldrei að fá bréfin í hendurnar áður en viðkomandi selur. Afhending bréfa er venjulega T+2 (2 dögum eftir kaup) og það að selja T+3 (þremur dögum eftir kaup) er líka ein leið til að segja að eitthvað hafi verið selt strax. 3) Fjármálaráðherra fer í klassíska taktík að spyrja þáttastjórnanda stöðugt á móti hvað hafi í raun farið úrskeiðis. Spyr hvort „þau hafi ekki mátt kaupa“, og er hér m.a. verið að vitna til söluráðgjafa og fólk þeim tengt. Hefur fjármálaráðherra í alvöru talað enga skoðun né þekkingu á fjármálamörkuðum? Er viðkomandi hæfur í starfi sem fjármálaráðherra eftir nær áratug í starfi ef hann þarf að fá Fjármálaeftirlitið til að segja sér að þetta séu ekki eðlilegir viðskiptahættir? 4) Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að eftirlitið skoði söluna? Eftirlitið er til staðar til að fylgjast reglubundið með stórum viðskiptum. Þetta er ekkert til að hrópa húrra yfir. Það hefði verið stór áfellisdómur yfir eftirlitinu ef salan væri ekki í skoðun, óháð skandölum. 5) Fjármálaráðherra talar um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. Virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum. 6) Fjármálaráðherra talar um þinglega meðferð sem hafi verið svo góð. Allt hafi verið útskýrt í hörgul. Og margir sem sátu þessa fundi komi nú af fjöllum. Segi núna „það sagði mér enginn að þetta yrði svona“. Já reyndar, það sagði mér enginn að Bankasýslan ætlaði að fara séríslenska tilboðsleið, sem er í raun nær því að vera almennt útboð þar sem alls konar litlum aðilum er hleypt að með ótrúlegum tilkostnaði. Sér í lagi þar sem Bankasýslan talaði um að þetta útboð yrði í takt við alþjóðlegar venjur – þar sem venjan er að miða við stóra stofnanafjárfesta. Það sagði mér heldur enginn að það ætti að kosta 700 milljónir króna að fara í þetta útboð, 1,4% af söluandvirði. Þrátt fyrir að ein stór ástæða fyrir lokuðu ferli væri lágmörkun á kostnaði. Sem er samt margfaldur á við meira að segja frumútboð. Sem dæmi fór Síldarvinnslan á markað, frumútboð, fyrir skömmu og kostnaðurinn var 0,9% af söluandvirði. Ég átta mig ekki á því í hvaða heimi þingmenn hafi átt að sjá fyrir þennan snúning. Kannski ættum við bara að taka við fjármálaráðuneytinu fyrst við eigum að halda í höndina á fjármálaráðherra í ferli sem á að vera tiltölulega einfalt að framkvæma löglega og siðlega? Því til viðbótar hafa þingnefndir eftirlitshlutverki að gegna. En Bankasýslan upplýsingaskyldu. Ef forsvarsmenn þessarar stofnunar ætluðu að víkja svona frá eðlilegu tilboðsferli bar stofnunni skylda til að flagga því. Athugum að það er hér sem mögulegt lögbrot er m.a. til staðar: Forsendan fyrir því að halda ekki opið útboð var að rík ástæða væri til. Sú ástæða féll þegar litlum aðilum var hleypt að og aðilum sem skuldsettu sig fyrir kaupunum. Allt minnisblaðið frá Bankasýslunni til ráðherra 20. janúar 2022 er uppfullt af setningum sem gefa sterklega til kynna að áherslan sé á stóra langtímafjárfesta. Fólk er ekki fætt í gær – ef allir halda að hlutirnir séu á einhvern veg, er það augljóst að það voru undirliggjandi skilaboð. Fjármálaráðherra ætti kannski að rifja upp sín eigin orð að morgni útboðs þar sem hann talaði um að meirihluti fjárfesta yrðu lífeyrissjóðir. Svo reyndist það vera þriðjungur. 7) Varðandi þessa litlu kaupendur fríar fjármálaráðherra sig algjörlega ábyrgð í viðtalinu. Segir söluráðgjafana bara bera ábyrgð á því hverjir eru skráðir. Ok, þannig að fjármálaráðherra kvittar bara upp á ferli hjá Bankasýslu í armslengd, sem kvittar sjálf upp á ferli í annarri armslengd um að leyfa söluráðgjöfum út í bæ að bjóða litlum kvikum fjárfestum sem skuldsetja sig fyrir ríkiskaupum inn í tilboðsferli sem var rökstutt út frá allt öðrum forsendum? Þrátt fyrir að það gæti verið lögbrot? Hver mætti í vinnuna í þessu ferli eiginlega? 8) Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf. 9) Fjármálaráðherra finnst 700 milljónir króna hljóma reyndar svolítið há þóknun. En segir að hann hafi nú enga aðkomu að þessum samningi. Maðurinn sem er með alla ríkisstjórnina í þéttu aðhaldi á nær öllum vígstöðum. Sami maður og ber ábyrgð á því að í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nær engin kosningaloforð fjármögnuð. Sami maður og ákvað að skera niður framlög til húsnæðismála um 2 milljarða á þessu kjörtímabili þrátt fyrir loforð innviðaráðherra um stórsókn í húsnæðismálum. Sami maður og vill ekki fullfjármagna þjónustu við fatlað fólk. Vill ekki fjármagna grunnrekstur Landspítalans. Hann hefur enga aðkomu að samningi í tengslum við stóra sölu á ríkiseign. Hann opnar bara kassann í þetta skiptið. Einmitt. 10) Að lokum stærir fjármálaráðherra sig af því að þessi sala muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. Fyrir það fyrsta er hann ekki eini maðurinn sem getur selt ríkiseign. Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun. Og vek ég athygli á þessari yfirferð hér í því samhengi. Fjármálaráðherra situr þarna og segir þetta í umboði forsætisráðherra. Munum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun