Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. apríl 2022 06:52 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira