Dagur snýr aftur heim: „Er mikill Akureyringur og harður KA-maður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 11:45 Dagur Gautason flytur aftur til Akureyrar í sumar. vísir/daníel Eftir tvö ár hjá Stjörnunni hefur handboltamaðurinn Dagur Gautason ákveðið að snúa aftur heim til KA. Erlend félög sýndu honum áhuga í vetur og markmið hans er eftir sem áður að komast í atvinnumennsku. Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda. Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda.
Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira