Í hugleiðingum veðurfræðings segir að skýjabreiðan sem hafi legið yfir landinu í gær haldi velli og henni fylgi lítilsháttar súld eða rigning í flestum landshlutum.
Reikna má með að hiti verði á bilinu þrjú til ellefu stig.
Á morgun og næstu daga er síðan lítilla breytinga að vænta og útlit fyrir hægviðri fram að helgi í það minnsta.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum en léttir víða til síðdegis. Hiti 4 til 11 stig að deginum.
Á föstudag: Vestlæg átt og lítilsháttar rigning norðan- og vestantil en bjartviðri austanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Á laugardag: Suðvestanátt, dálítil væta á vestanverðu landinu en annars úrkomulítið og að mestu bjart. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Norðlæg átt, skýjað og lítilsháttar snjókoma og frost 0 til 8 stig, en bjartviðri og hiti að 10 stigum syðst.
Á mánudag: Útlit fyrir breytilega átt, skýjað með köflum og vægt frost en hiti 0 til 8 stig suðvestantil.