Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. apríl 2022 11:30 Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. Þögnin var svo loks rofin með fréttatilkynningu um að krossfesta ætti Bankasýsluna fyrir það sem aflaga fór við sölu á 22,5% á hluta ríkisins í eigu Íslandsbanka. Sala sem var upp á 52,5 milljarða. Og 83% þjóðarinnar er óánægð með. Ríkisstjórnin talar núna um að eðlilegt sé að spyrja spurninga og að rétt sé að velta við hverjum steini. Hún talar hins vegar aldrei um aðalatriði málsins og vill ekki að þau séu skoðuð. Ríkisstjórnin vill að kastljósinu verði beint að þeim sem framkvæmdu söluna en ekki að þeim sem tóku ákvarðanir. Þetta speglar hættulega sýn á vald og ábyrgð. Lausn ráðherranna er einmitt af sama toga: Að ætla að forðast rannsóknarnefnd sem raunverulega getur einmitt velt við hverjum steini og skoðað stóru spurningarnar í málinu með því að leggja niður Bankasýsluna. Stóra myndin Við þekkjum stóru myndina. Hún er sú að valinn hópur fólks fékk að kaupa bréf í bankanum með afslætti. Á nokkrum klukkustundum var seldur fjórðungshlutur í banka fyrir tugi milljarða. Engin sérstök rýni virðist hafa verið á hæfi þeirra sem fengu að kaupa á þessum afslætti. Öðrum en völdum aðilum var haldið fyrir utan. Rökin voru að það þjónaði almannahagsmunum að fá inn fagfjárfesta. Þeir væru að fjárfesta til lengri tíma og að óvissa væri um hvernig verð á bréfum myndi þróast vikurnar á eftir. Hagsmunir bankans og almennings væri að fá inn stærri fagfjárfesta. Á daginn kom svo þegar listi yfir kaupendur var birtur að sumir kaupendur keyptu fyrir lágar upphæðir. Reyndar svo lágar upphæðir að margt fólk hefði getað tekið þátt ef hefði það staðið almenningi til boða. Við þekkjum líka að margir seldu strax dagana á eftir. Græddu á kostnað skattborgara. Og að þeir sem voru að selja í hinu lokaða útboði voru sumir hverjir kaupendur. Skiptir öllu að spyrja réttu spurninganna Ríkisstjórnin vísar til þess að Ríkisendurskoðun sé núna að skoða málið og Fjármálaeftirlitið. Fjármálaeftirlitið er reyndar undir fjármálaráðherra sem undirstrikar hversu vonlaust verkfæri sú leið er. Það sést á 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Ríkisstjórnin ætlar þess vegna undirstofnun fjármálaráðherra að rannsaka þætti sem ráðherrann ber pólitíska ábyrgð á. Rannsóknarnefnd getur hins vegar skoðað forsendur, samskipti og ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sjálfrar og það er sennilega ástæða þess að allt kapp er lagt á að sú leið verði ekki farin. Allir sem hafa reynslu af rannsóknum vita að ekkert skiptir meira máli um niðurstöðuna en að spurt sé réttu spurninganna. Það sem þarf að skoða og þarf að ræða í þessu máli er framkvæmd útboðsins, t.d. hvernig söluaðilar útboðsins komu fram og hvaða reglur þeim voru settar. Það er hins vegar ekki hægt að slíta samhengið og ábyrgðarkeðjuna eins og ætlunin er. Bankinn er í eigu ríkisins. Ákvörðun um að selja hann er ríkisins. Útfærslan á því hvernig það var gert er ríkisins. Sérstök ráðherranefnd um efnahagsmál ræddi söluna og aðferðafræði hennar á fundum sínum. Og ábyrgðin á sölu á tugmilljarða sölu á hlutum í bankanum er auðvitað alltaf æðsta mannsins í ferlinu. Sá maður er fjármálaráðherra. Hverjar voru umræður ráðherranna? Hér þarf þess vegna að þora að ræða pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar Til dæmis með hvaða rökum sú ákvörðun varð ofan á í ráðherranefndinni að fara í lokað útboð. Hvers vegna ekki voru gerðar kröfur um lágmarksupphæðir? Hvaða kröfur voru gerðar til fagfjárfesta? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á þá aðferð sem fjármálaráðherra lagði til um fyrirkomulag sölunnar? Aðrar spurningar snúast um hæfi. Voru ástæður til að fjármálaherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi þess vegna sjónarmiða um vanhæfi? Hafi svo verið þá eiga þær ástæður auðvitað enn við. Og hvers vegna var við söluna ekki farið að skilyrðum laga um að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn, að þeir njóti jafnræðis og að við sölu skuli efla samkeppni á fjármálamarkaði? Þetta eru grundvallarspurningar. Allar beina þær kastljósinu að ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt því að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka er niðurstaðan í þessu máli ótrúleg vonbrigði. Ríkisstjórnin er auðvitað rúin trausti til að halda ferlinu áfram og hefur þess vegna gefið út að ekki verði haldið áfram með söluferlið. Það þýðir að þeir tugir milljarðar sem hægt væri að selja fyrir og nota til fjárfestinga í þágu samfélagsins eru læstir inn. Á því ber fjármálaráðherra ábyrgð. Það segir auðvitað allt um hversu vel heppnuð salan var að líf ríkisstjórnarinnar veltur á loforði fjármálaráðherra um engin frekari sala verði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. Þögnin var svo loks rofin með fréttatilkynningu um að krossfesta ætti Bankasýsluna fyrir það sem aflaga fór við sölu á 22,5% á hluta ríkisins í eigu Íslandsbanka. Sala sem var upp á 52,5 milljarða. Og 83% þjóðarinnar er óánægð með. Ríkisstjórnin talar núna um að eðlilegt sé að spyrja spurninga og að rétt sé að velta við hverjum steini. Hún talar hins vegar aldrei um aðalatriði málsins og vill ekki að þau séu skoðuð. Ríkisstjórnin vill að kastljósinu verði beint að þeim sem framkvæmdu söluna en ekki að þeim sem tóku ákvarðanir. Þetta speglar hættulega sýn á vald og ábyrgð. Lausn ráðherranna er einmitt af sama toga: Að ætla að forðast rannsóknarnefnd sem raunverulega getur einmitt velt við hverjum steini og skoðað stóru spurningarnar í málinu með því að leggja niður Bankasýsluna. Stóra myndin Við þekkjum stóru myndina. Hún er sú að valinn hópur fólks fékk að kaupa bréf í bankanum með afslætti. Á nokkrum klukkustundum var seldur fjórðungshlutur í banka fyrir tugi milljarða. Engin sérstök rýni virðist hafa verið á hæfi þeirra sem fengu að kaupa á þessum afslætti. Öðrum en völdum aðilum var haldið fyrir utan. Rökin voru að það þjónaði almannahagsmunum að fá inn fagfjárfesta. Þeir væru að fjárfesta til lengri tíma og að óvissa væri um hvernig verð á bréfum myndi þróast vikurnar á eftir. Hagsmunir bankans og almennings væri að fá inn stærri fagfjárfesta. Á daginn kom svo þegar listi yfir kaupendur var birtur að sumir kaupendur keyptu fyrir lágar upphæðir. Reyndar svo lágar upphæðir að margt fólk hefði getað tekið þátt ef hefði það staðið almenningi til boða. Við þekkjum líka að margir seldu strax dagana á eftir. Græddu á kostnað skattborgara. Og að þeir sem voru að selja í hinu lokaða útboði voru sumir hverjir kaupendur. Skiptir öllu að spyrja réttu spurninganna Ríkisstjórnin vísar til þess að Ríkisendurskoðun sé núna að skoða málið og Fjármálaeftirlitið. Fjármálaeftirlitið er reyndar undir fjármálaráðherra sem undirstrikar hversu vonlaust verkfæri sú leið er. Það sést á 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Ríkisstjórnin ætlar þess vegna undirstofnun fjármálaráðherra að rannsaka þætti sem ráðherrann ber pólitíska ábyrgð á. Rannsóknarnefnd getur hins vegar skoðað forsendur, samskipti og ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sjálfrar og það er sennilega ástæða þess að allt kapp er lagt á að sú leið verði ekki farin. Allir sem hafa reynslu af rannsóknum vita að ekkert skiptir meira máli um niðurstöðuna en að spurt sé réttu spurninganna. Það sem þarf að skoða og þarf að ræða í þessu máli er framkvæmd útboðsins, t.d. hvernig söluaðilar útboðsins komu fram og hvaða reglur þeim voru settar. Það er hins vegar ekki hægt að slíta samhengið og ábyrgðarkeðjuna eins og ætlunin er. Bankinn er í eigu ríkisins. Ákvörðun um að selja hann er ríkisins. Útfærslan á því hvernig það var gert er ríkisins. Sérstök ráðherranefnd um efnahagsmál ræddi söluna og aðferðafræði hennar á fundum sínum. Og ábyrgðin á sölu á tugmilljarða sölu á hlutum í bankanum er auðvitað alltaf æðsta mannsins í ferlinu. Sá maður er fjármálaráðherra. Hverjar voru umræður ráðherranna? Hér þarf þess vegna að þora að ræða pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar Til dæmis með hvaða rökum sú ákvörðun varð ofan á í ráðherranefndinni að fara í lokað útboð. Hvers vegna ekki voru gerðar kröfur um lágmarksupphæðir? Hvaða kröfur voru gerðar til fagfjárfesta? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á þá aðferð sem fjármálaráðherra lagði til um fyrirkomulag sölunnar? Aðrar spurningar snúast um hæfi. Voru ástæður til að fjármálaherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi þess vegna sjónarmiða um vanhæfi? Hafi svo verið þá eiga þær ástæður auðvitað enn við. Og hvers vegna var við söluna ekki farið að skilyrðum laga um að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn, að þeir njóti jafnræðis og að við sölu skuli efla samkeppni á fjármálamarkaði? Þetta eru grundvallarspurningar. Allar beina þær kastljósinu að ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt því að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka er niðurstaðan í þessu máli ótrúleg vonbrigði. Ríkisstjórnin er auðvitað rúin trausti til að halda ferlinu áfram og hefur þess vegna gefið út að ekki verði haldið áfram með söluferlið. Það þýðir að þeir tugir milljarðar sem hægt væri að selja fyrir og nota til fjárfestinga í þágu samfélagsins eru læstir inn. Á því ber fjármálaráðherra ábyrgð. Það segir auðvitað allt um hversu vel heppnuð salan var að líf ríkisstjórnarinnar veltur á loforði fjármálaráðherra um engin frekari sala verði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun