Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 26. apríl 2022 22:30 Valur - Stjarnan. Subwaydeild karla. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfr Fyrri hálfleikur var hálf ótrúlegur á að horfa. Það gekk ekkert upp hjá Þór, hvorki í vörn né sókn. Valsarar áttu greiða leið að körfunni og tróðu boltanum til að mynda fimm sinnum í fyrri hálfleik. Þeir voru komnir tíu stigum yfir í fyrsta leikhluta og stuðningsmenn Vals afar sáttir í stúkunni. Sóknarlega hittu Þórsarar ekkert fyrir utan þriggja stiga línuna og töpuðu boltum þar að auki. Lárus Jónsson virtist hálf ráðalaus og enda ekki vanur að sjá sitt sterka lið í þessari stöðu. Valsmenn héldu bara áfram að auka muninn. Jacob Callaway kom sterkur inn af bekknum, hirti fráköst og setti stig á töfluna á meðan sjálfstraust Þórsara minnkaði með hverri mínútunni. Enginn var þó betri en Kári Jónsson sem lék við hvern sinn fingur. Staðan í hálfleik 54-28 fyrir Val og erfitt að sjá Þórsara koma til baka. Von Þórsara dó síðan fljótlega í þriðja leikhluta. Eftir að Þór skoraði fyrstu tvö stigin svöruðu Valsmenn með sex stigum í röð og munurinn fór mest í þrjátíu og tvö stig. Þórsarar skoruðu hins vegar síðustu átta stigin í leikhlutanum og löguðu stöðuna. 8-0 áhlaup Þórsara undir lok þriðja leikhluta varð að 18-1 áhlaupi í upphafi þess fjórða og munurinn fór niður í fimmtán stig. Það var hins vegar allt of seint og sigur Vals var aldrei í hættu. Lokatölur 82-65 og Valsmenn komnir í úrslit og það með því að sópa bikarmeisturum Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum og Íslandsmeisturum Þórs í undanúrslitum. Af hverju vann Valur? Valur var betra en Þór á öllum sviðum leiksins í dag. Þetta virtist einfaldlega vera einn af þessum dögum fyrir Þórsara þar sem ekkert gengur upp, ekki því þeir eru slakt lið heldur því Valsliðið gerði ofboðslega vel. Valur spilaði frábæra vörn og Þórsarar hittu mjög illa. Tapaðir boltar Þórs og troðslur í kjölfarið kveiktu í Valsliðinu og maður sá sjálfstraust Þórsara dvína með hverri mínútunni. Sigur Vals í kvöld var afskaplega öruggur og þeir eru verðskuldað komnir í úrslitaeinvígið. Þessir stóðu upp úr: Liðsframmistaðan hjá Val var virkilega góð en Kári Jónsson var fremstur á meðal jafningja. Aðrir lögðu í púkkið og það af myndarbrag. Að hafa Pavel Ermolinskij gefur þessu Valsliði afskaplega mikið og liðið er uppfullt af sjálfstrausti í augnablikinu. Hjá Þór er Tómas Valur Þrastarson sá eini sem getur gengið frá borði í kvöld og sagst hafa skilað sínu. Hann kom sterkur inn en hann verður sautján ára á þessu ári, mikið efni þar á ferð. Þrettán stig á rúmum tólf mínútum er frábært framlag hjá þessum unga dreng. Hvað gekk illa? Það væri nær að spyrja hvað gekk vel hjá Þór. Þeir hittu varla úr þriggja stiga skoti, sóknin var óörugg og ráðalaus og vörnin opnaðist alltof oft. Þeir urðu litlir í sér um leið og blés á móti og spiluðu einfaldlega illa í dag. Hvað gerist næst? Þór er komið í sumarfrí en mætir eflaust með sterkt lið til leiks á næsta ári. Valsmenn eru hins vegar komnir í úrslitaeinvígið í fyrsta skipti síðan 1992 og mæta þar annað hvort Njarðvík eða Tindastóli. Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit Finnur Freyr er kominn með sína menn í úrslit.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum. Lárus: Okkur leið ekkert rosalega vel inni á vellinum Lárus Jónsson og Þórsliðið áttu engin svör við góðum leik Valsliðsins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson var auðvitað vonsvikinn eftir tapið gegn Val í kvöld sem þýðir að Þórsarar eru fallnir úr leik í Subway-deildinni í ár. „Valsarar voru miklu betri en við í þessum leik. Það var eins og það vantaði upp á trúna og við hefðum þurft að byrja betur til þess að mínir menn myndu trúa að þeir gætu unnið þá,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Fyrir einvígið í heild sinni þá munaði kannski einu skoti að við hefðum verið 1-0 yfir eftir fyrsta leikinn. En ég vil bara óska Valsmönnum til hamingju, þeir eru vel að þessu komnir.“ Í fyrri hálfleik var afskaplega lítið sem gekk upp hjá Þór og munurinn tuttugu og sex stig í hálfleik. „Valsmönnum var farið að líða rosalega vel á vellinum og okkur leið ekkert rosalega vel. Við hefðum þurft að byrja vel og þá kemur kannski sjálfstraustið.“ „Sjálfstraustið er fljótt að koma og fara og þetta vatt upp á sig. Við náðum ekki að bíta frá okkur fyrr en í fjórða leikhluta þegar Tómas og Emil komu inn með góða baráttu,“ en hinn sextán ára gamli Tómas Valur Þrastarson skoraði þrettán stig á tólf mínútum í fjórða leikhlutanum. Lárus sagði það alls ekki hafa verið neitt áfall að tapa fyrsta leiknum á heimavelli. „Það kannski gaf Völsurum aukið sjálfstraust. Þeir unnu Stjörnuna 3-0 og koma svo og taka okkur. Þeir unnu okkur svo tiltölulega öruggt í Valsheimilinu og voru komnir með mikið sjálfstraust. Þeir skutu síðan boltanum betur en nokkuð lið sem ég hef séð í langan tíma á Íslandi. Ætli það sé ekki bara frekar það.“ Kári: Viljum vera góðir í vörn og að liðunum líði óþægilega gegn okkur Kári Jónsson hefur leikið afar vel með Valsliðinu í úrslitakeppninni til þessa.Vísir/Hulda Margrét Kári Jónsson átti afar góðan leik með Val í kvöld, skoraði 25 stig og stýrði Valsliðinu vel ásamt reynsluboltanum Pavel Ermolinskij. Hann viðurkenndi að hann átti ekki von á þeim yfirburðum sem Valsmenn sýndu í kvöld. „Einhvern veginn gekk allt upp í fyrri hálfleik. Við vorum að opna vörnina vel og hitta úr skotum alveg sjóðandi og vörnin var góð. Við náðum þessum mikla mun í fyrri hálfleik og auðvitað ósjálfrátt slakast aðeins á í seinni. Mér fannst við samt koma út úr hálfleiknum grimmir og náum muninum upp í þrjátíu stig sem var mjög mikilvægt,“ sagði Kári við Vísi eftir leik í kvöld. Kári sagði klárt mál að vörnin hafi verið lykillinn að því að ná þessum mikla mun í fyrri hálfleik. „Hún er búin að vera það alla úrslitakeppnina. Það er það sem við erum að stefna á því við viljum vera fyrst og fremst mjög góðir í vörn og að liðunum líði óþægilega á móti okkar. Við höldum Þór, sem er yfirleitt að skora yfir 100 stig, í 65 stigum í kvöld. Við getum verið mjög sáttir.“ Valsmenn náðu fjölmörgum troðslum í kvöld sem segir sitt um tapaða bolta Þórs og hvernig vörn heimamanna opnaðist oft á tíðum. „Það var geggjað að fá svona stemmningstroðslur og svakaleg tilþrif í fyrri hálfleiknum. Stuðningurinn með okkur var kominn löngu fyrir leik og það var ekki annað hægt en að gefa þeim orku og njóta með þeim.“ Kári hefur verið frábær í síðustu leikjum og skilað frábæru framlagi fyrir Valsliðið. „Ég finn mig í þessari orku og finnst þetta ógeðslega gaman. Það er bara að halda áfram og ég er sáttastur að við séum að vinna leikina. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Hvort sem við mætum Tindastól eða Njarðvík verður það hörku einvígi,“ bætti hann við og sagði að það væri gaman að taka þátt í þessari vegferð með Val sem er komið í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn í þrjátíu ár. „Maður finnur það að það eru allir innan félagsins spenntir og þetta er eitthvað smá nýtt fyrir flestum í kringum klúbbinn. Maður finnur spenninginn og stuðið og það er mjög gaman.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. 26. apríl 2022 22:29
Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfr Fyrri hálfleikur var hálf ótrúlegur á að horfa. Það gekk ekkert upp hjá Þór, hvorki í vörn né sókn. Valsarar áttu greiða leið að körfunni og tróðu boltanum til að mynda fimm sinnum í fyrri hálfleik. Þeir voru komnir tíu stigum yfir í fyrsta leikhluta og stuðningsmenn Vals afar sáttir í stúkunni. Sóknarlega hittu Þórsarar ekkert fyrir utan þriggja stiga línuna og töpuðu boltum þar að auki. Lárus Jónsson virtist hálf ráðalaus og enda ekki vanur að sjá sitt sterka lið í þessari stöðu. Valsmenn héldu bara áfram að auka muninn. Jacob Callaway kom sterkur inn af bekknum, hirti fráköst og setti stig á töfluna á meðan sjálfstraust Þórsara minnkaði með hverri mínútunni. Enginn var þó betri en Kári Jónsson sem lék við hvern sinn fingur. Staðan í hálfleik 54-28 fyrir Val og erfitt að sjá Þórsara koma til baka. Von Þórsara dó síðan fljótlega í þriðja leikhluta. Eftir að Þór skoraði fyrstu tvö stigin svöruðu Valsmenn með sex stigum í röð og munurinn fór mest í þrjátíu og tvö stig. Þórsarar skoruðu hins vegar síðustu átta stigin í leikhlutanum og löguðu stöðuna. 8-0 áhlaup Þórsara undir lok þriðja leikhluta varð að 18-1 áhlaupi í upphafi þess fjórða og munurinn fór niður í fimmtán stig. Það var hins vegar allt of seint og sigur Vals var aldrei í hættu. Lokatölur 82-65 og Valsmenn komnir í úrslit og það með því að sópa bikarmeisturum Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum og Íslandsmeisturum Þórs í undanúrslitum. Af hverju vann Valur? Valur var betra en Þór á öllum sviðum leiksins í dag. Þetta virtist einfaldlega vera einn af þessum dögum fyrir Þórsara þar sem ekkert gengur upp, ekki því þeir eru slakt lið heldur því Valsliðið gerði ofboðslega vel. Valur spilaði frábæra vörn og Þórsarar hittu mjög illa. Tapaðir boltar Þórs og troðslur í kjölfarið kveiktu í Valsliðinu og maður sá sjálfstraust Þórsara dvína með hverri mínútunni. Sigur Vals í kvöld var afskaplega öruggur og þeir eru verðskuldað komnir í úrslitaeinvígið. Þessir stóðu upp úr: Liðsframmistaðan hjá Val var virkilega góð en Kári Jónsson var fremstur á meðal jafningja. Aðrir lögðu í púkkið og það af myndarbrag. Að hafa Pavel Ermolinskij gefur þessu Valsliði afskaplega mikið og liðið er uppfullt af sjálfstrausti í augnablikinu. Hjá Þór er Tómas Valur Þrastarson sá eini sem getur gengið frá borði í kvöld og sagst hafa skilað sínu. Hann kom sterkur inn en hann verður sautján ára á þessu ári, mikið efni þar á ferð. Þrettán stig á rúmum tólf mínútum er frábært framlag hjá þessum unga dreng. Hvað gekk illa? Það væri nær að spyrja hvað gekk vel hjá Þór. Þeir hittu varla úr þriggja stiga skoti, sóknin var óörugg og ráðalaus og vörnin opnaðist alltof oft. Þeir urðu litlir í sér um leið og blés á móti og spiluðu einfaldlega illa í dag. Hvað gerist næst? Þór er komið í sumarfrí en mætir eflaust með sterkt lið til leiks á næsta ári. Valsmenn eru hins vegar komnir í úrslitaeinvígið í fyrsta skipti síðan 1992 og mæta þar annað hvort Njarðvík eða Tindastóli. Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit Finnur Freyr er kominn með sína menn í úrslit.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum. Lárus: Okkur leið ekkert rosalega vel inni á vellinum Lárus Jónsson og Þórsliðið áttu engin svör við góðum leik Valsliðsins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson var auðvitað vonsvikinn eftir tapið gegn Val í kvöld sem þýðir að Þórsarar eru fallnir úr leik í Subway-deildinni í ár. „Valsarar voru miklu betri en við í þessum leik. Það var eins og það vantaði upp á trúna og við hefðum þurft að byrja betur til þess að mínir menn myndu trúa að þeir gætu unnið þá,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Fyrir einvígið í heild sinni þá munaði kannski einu skoti að við hefðum verið 1-0 yfir eftir fyrsta leikinn. En ég vil bara óska Valsmönnum til hamingju, þeir eru vel að þessu komnir.“ Í fyrri hálfleik var afskaplega lítið sem gekk upp hjá Þór og munurinn tuttugu og sex stig í hálfleik. „Valsmönnum var farið að líða rosalega vel á vellinum og okkur leið ekkert rosalega vel. Við hefðum þurft að byrja vel og þá kemur kannski sjálfstraustið.“ „Sjálfstraustið er fljótt að koma og fara og þetta vatt upp á sig. Við náðum ekki að bíta frá okkur fyrr en í fjórða leikhluta þegar Tómas og Emil komu inn með góða baráttu,“ en hinn sextán ára gamli Tómas Valur Þrastarson skoraði þrettán stig á tólf mínútum í fjórða leikhlutanum. Lárus sagði það alls ekki hafa verið neitt áfall að tapa fyrsta leiknum á heimavelli. „Það kannski gaf Völsurum aukið sjálfstraust. Þeir unnu Stjörnuna 3-0 og koma svo og taka okkur. Þeir unnu okkur svo tiltölulega öruggt í Valsheimilinu og voru komnir með mikið sjálfstraust. Þeir skutu síðan boltanum betur en nokkuð lið sem ég hef séð í langan tíma á Íslandi. Ætli það sé ekki bara frekar það.“ Kári: Viljum vera góðir í vörn og að liðunum líði óþægilega gegn okkur Kári Jónsson hefur leikið afar vel með Valsliðinu í úrslitakeppninni til þessa.Vísir/Hulda Margrét Kári Jónsson átti afar góðan leik með Val í kvöld, skoraði 25 stig og stýrði Valsliðinu vel ásamt reynsluboltanum Pavel Ermolinskij. Hann viðurkenndi að hann átti ekki von á þeim yfirburðum sem Valsmenn sýndu í kvöld. „Einhvern veginn gekk allt upp í fyrri hálfleik. Við vorum að opna vörnina vel og hitta úr skotum alveg sjóðandi og vörnin var góð. Við náðum þessum mikla mun í fyrri hálfleik og auðvitað ósjálfrátt slakast aðeins á í seinni. Mér fannst við samt koma út úr hálfleiknum grimmir og náum muninum upp í þrjátíu stig sem var mjög mikilvægt,“ sagði Kári við Vísi eftir leik í kvöld. Kári sagði klárt mál að vörnin hafi verið lykillinn að því að ná þessum mikla mun í fyrri hálfleik. „Hún er búin að vera það alla úrslitakeppnina. Það er það sem við erum að stefna á því við viljum vera fyrst og fremst mjög góðir í vörn og að liðunum líði óþægilega á móti okkar. Við höldum Þór, sem er yfirleitt að skora yfir 100 stig, í 65 stigum í kvöld. Við getum verið mjög sáttir.“ Valsmenn náðu fjölmörgum troðslum í kvöld sem segir sitt um tapaða bolta Þórs og hvernig vörn heimamanna opnaðist oft á tíðum. „Það var geggjað að fá svona stemmningstroðslur og svakaleg tilþrif í fyrri hálfleiknum. Stuðningurinn með okkur var kominn löngu fyrir leik og það var ekki annað hægt en að gefa þeim orku og njóta með þeim.“ Kári hefur verið frábær í síðustu leikjum og skilað frábæru framlagi fyrir Valsliðið. „Ég finn mig í þessari orku og finnst þetta ógeðslega gaman. Það er bara að halda áfram og ég er sáttastur að við séum að vinna leikina. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Hvort sem við mætum Tindastól eða Njarðvík verður það hörku einvígi,“ bætti hann við og sagði að það væri gaman að taka þátt í þessari vegferð með Val sem er komið í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn í þrjátíu ár. „Maður finnur það að það eru allir innan félagsins spenntir og þetta er eitthvað smá nýtt fyrir flestum í kringum klúbbinn. Maður finnur spenninginn og stuðið og það er mjög gaman.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. 26. apríl 2022 22:29
Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. 26. apríl 2022 22:29
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti