Blekkingarleikur á kostnað náttúrunnar Guðmundur Ármannsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 27. apríl 2022 12:01 Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar