Viðskipti innlent

Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ber sem ráðherra ábyrgð á sölunni sem framkvæmd var af Bankasýslu ríkisins.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ber sem ráðherra ábyrgð á sölunni sem framkvæmd var af Bankasýslu ríkisins. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka.

Fulltrúar Bankasýslunnar komu fyrir fund nefndarinnar í morgun, sem sömuleiðis var opinn, og svöruðu spurningum hennar. Á föstudaginn mæta auk Bjarna þeir Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri, Sigurður H. Helgason skrifstofustjóri, Jón Gunnar Vilhelmsson sérfræðingur og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundinum verður líkt og fundinum í morgun streymt á vef Alþingis og sjónvarpsrás þingsins. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og er gert ráð fyrir að hann standi yfir í klukkustund.


Tengdar fréttir

„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona út­boði“

Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×