Valdís rannsakar nýjar leiðir við framleiðslu á fatnaði þar sem hún hellir náttúrulegu fljótandi efni í tvívítt mót og í kjölfarið verða engar afklippur til.
Rakel Sólrós hönnuður 66°Norður segir aðferðir Valdísar smellpassa við sjálfsbærnisstefnu fyrirtækisins sem meðal annars felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er.
„Í stað þess að sníða efni og sauma á hefðbundinn hátt er notast við mót sem náttúrulegu fljótandi efni er hellt í.
Efnið sem myndast minnir á regnefnin sem við notum í regnkápur og regnstakka sem á sér beina tengingu við sögu fyrirtækisins þannig okkur fannst þetta verðugt nýsköpunarverkefni.“
Það er trú hönnuðar að kanna nýjar leiðir til að framkvæma hluti sem hingað til hefur verið unnið samkvæmt rótgrónum hefðum.
Verkefnið verður kynnt í verslun 66°Norður á Laugarvegi þann 5 maí kl 16:00.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar.
Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.