Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2022 11:32 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að löngu sé kominn tími til að breyta áfengisllögjöfinni hér á landi. Hún sé úrelt og gölluð. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. „Lögin eru orðin úrelt og eru ekki í takt við tímann, langt því frá. Það er bara þannig að samfélagið þróast og fólk og fyrirtæki leita náttúrulega leiða til að veita eðlilega þjónustu og tryggja þjónustu. Lögin hafa ekki verið í takt við það,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í samtali við fréttastofu. Greint var frá því á Vísi í gær að verslun 10-11 í Leifsstöð hafi fengið vínveitingaleyfi í janúar á þessu ári. Verslunin er staðsett við komuhliðið á Keflavíkurflugvelli, fyrir utan fríhöfnina og því geta allir gengið inn í búðina, sama hvort þeir séu á leið í flug eða ekki. Veitingaleyfið var gefið út af Sýslumanninum á Suðurnesjum í janúar og er það ótímabundið. Leyfið kveður þó á um að hægt sé að selja áfengi í versluninni allan sólarhringinn, sem tíðkast almennt ekki annars staðar. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois með 4,6 prósenta vínanda en ekki 5 prósent vínanda eins og sá Stellubjór sem seldur er í verslunum ÁTVR. Skjóti skökku við að vínveitingaleyfi séu gefin út í hundraðatali Hann segir einkarétt ríkisins á smásölu áfengis byggða á lýðheilsusjónarmiðum en segir í áfengislöggjöfinni felast falskt öryggi. „Á sama tíma er Áfengisverslun ríkisins „rebrönduð“ og nefnd Vínbúð og fjölgar áfengisverslunum sínum á fjölförnustu stöðunum. Svo er verið að gefa svona vínveitingaleyfi eins og á Flugstöðinni og það eru mörg hundruð slík leyfi í gildi þar sem áfengi er selt utan ÁTVR,“ segir Vilhjálmur. Hann segir þessi vínveitingaleyfi til marks um að samfélagið hafi þróast fram yfir núgildandi löggjöf. „Þarna er dæmi um að lögin eru einhvern vegin ekki að mæta því samfélagi sem þau lifa í. Þá þróast samfélagið frá löggjöfinni og hún verður að fylgja og það gerist kannski líka út af því að það er ekki bein tenging með markmiðum löggjafarinnar og framkvæmdinni. Það er nefnilega ekki þannig, af því að lögin eru til þess að hindra aðgengi til að ná þessum lýðheilsumarkmiðum, það sýnir sig bara með þessari þróun að löggjöfin er ekki að sinna sínum lýðheilsumarkmiðum.“ Hann segir að vilji almenningur viðhalda lýðheilsusjónarmiðum í áfengislöggjöf þurfi að leita annarra leiða en að halda svo fast um taumana á einkarétti ríkisins á sölu áfengis. „Eins og ég hef margoft bent á þá er bæði ríkið sjálft að auka sína sölustaði og gera þá sýnilegri en um leið gefur ríkið svo út til mörg hundruð einkaaðila áfengisleyfi til sölu áfengis allan sólarhringinn eins og í þessu dæmi.“ Vel komi til greina að leggja fram frumvarp um breytingar Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýndi í gær málið í samtali við Vísi og sagði það til marks um gallaða áfengislöggjöf hér á landi. Þrátt fyrir einkarétt ríkisins á smásölu áfengis séu ýmsar leiðir fram hjá því, til dæmis geti fólk farið í íslensk brugghús og keypt sér þar bjór og tekið hann með á flöskum og þá geti fólk sömuleiðis verið í vínáskrift, þar sem það fær vínflöskur upp að dyrum með einhverju millibili án aðkomu ÁTVR. Hann hvatti þá Alþingi til að endurskoða áfengislöggjöfina í heild sinni, enda gengi hún ekki upp eins og skyldi í dag. Vilhjálmur lagði sjálfur fram frumvarp, sem heimilaði sölu áfengis í verslunum, árið 2014. Frumvarpið náði ekki í gegn en Vilhjálmur segir vel koma til greina að það verði lagt aftur fram. Hann segist þó ekki munu gera það sjálfur. „En ég fagna því að frumvarpið mitt skók þessa umræðu og lyfti þessum málum upp í umræðunni. Þessi mál hafa þróast og við erum að sjá að það hefur margt breyst síðan ég lagði þetta frumvarp fram,“ segir Vilhjálmur. Hann nefnir til dæmis handverksbrugghús, sem hafa víða sprottið upp hér á landi undanfarin ár, og segir eðlilegt að bruggmeistarar þar fái að selja sína vöru. „Svo hefur þessi netverslun komið og er búin að vinna núna mál gegn áfengisverslun ríkisins. Þannig að ég held að þetta sé smátt og smátt að leysast sjálft, ég held að það verði ekki þörf á frumvarpinu heldur komi fram breyting frá ríkissstjórninni og þessi dómsmál hafa verið að fala þannig að þessi þróun er bara að gerast. Ég held að innan ekki langs tíma verði orðnar breytingar á þessu fyrirkomulagi sem er í dag.“ Helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í matvöruverslanir Fram kom í skoðanakönnun, sem Maskína gerði fyrir fréttastofu í byrjun apríl, að um helmingur landsmanna sé hlynntur því að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Mikill meirihluti er hins vegar andvígur sölu sterks áfengis í matvöruverslunum, en um 22 prósent landsmanna eru hlynnt því. Sjá mátti í könnuninni að stuðningur við smásölu léttvíns og bjórs, áfengis með minna en 22 prósent áfengisinnihald, hafi aukist jafnt og þétt hér á landi frá árinu 2017. Þá voru um 32,7 prósent landsmanna hlynnt slíkri sölu en nú nemur stuðningurinn 47,6 prósentum. Þá er stuðningurinn við söluna nokkuð aldursdreifður. Hlynntast sölunni er fólk á fertugsaldri, 30 til 39 ára. 52,8 prósent fólks á adrinum 18 til 29 ára styðja við sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum 65,8 prósent á aldrinum 30 til 39 ára, 48,3 prósent fólks á adrinum 40 til 49 ára og 46,2 prósent fólks á aldrinum 50 til 59 ára. Stuðningurinn er minnstur meðal 60 ára og eldri en þar styðja um 26,8 prósent við sölu léttvíns í matvöruverslunum. Málið snúist ekki endilega um áfengi eða áfengismagn Vilhjálmur segir ekki endilega koma til greina að sala léttvíns og bjórs verði heimild í matvöruverslunum en ekki sterkt áfengi. Málið snúist í grunninn ekki um áfengi eða áfengismagn. „Þetta snýst bara um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á vörusölu og þjónustu sem fólk er að kalla eftir. Viljum við hafa þetta í höftum, sem kosta bæði óþægindi og fjármuni fyrir almenning og ríkisssjóð, eða viljum við bara að fólk fái að sinna sínu frumkvæði að framleiða og selja vöru og þjónustu og hafa almennar reglur í því? Svo þurfum við að vera ábyrg og finna nýjar leiðir og betri leiðir varðandi lýðheilsusjónarmiðin.“ Hann segir þá skjóta skökku við að aðrar reglur gildi á flugstöðinni en annars staðar í landinu. „Ég hef alltaf verið mjög hugsi yfir því að það eru einhver önnur lögmál sem gildi um sölu áfengis í kring um flugstöð Leifs Eiríkssonar en annars staðar. Það er út af því að stjórnvöld eiga það. Stjórnvöld geta ekki hlýtt eigin takmörkunum varðandi sölu á þessari vöru sem áfengi er og öðrum vörum svo sem. Mér finnst annkannalegt að ríkið sé að setja einokun á Áfengisverslun ríkisins en þegar það hentar ekki ríkinu í fríhöfninni þá hafa þau undantekningu fyrir sjálft sig,“ segir Vilhjálmur. „Þetta sýnir á hversu röngum stað við erum með þessa löggjöf. Hún er engan vegin í takt við það sem upphaflega var lagt upp með.“ Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 27. apríl 2022 15:23 Um helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í búðir Um helmingur landsmanna vill að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Aðeins um 22 prósent vilja að sterkt áfengi verði til sölu í matvöruverslunum. 12. apríl 2022 13:38 Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. 14. september 2021 21:28 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Lögin eru orðin úrelt og eru ekki í takt við tímann, langt því frá. Það er bara þannig að samfélagið þróast og fólk og fyrirtæki leita náttúrulega leiða til að veita eðlilega þjónustu og tryggja þjónustu. Lögin hafa ekki verið í takt við það,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í samtali við fréttastofu. Greint var frá því á Vísi í gær að verslun 10-11 í Leifsstöð hafi fengið vínveitingaleyfi í janúar á þessu ári. Verslunin er staðsett við komuhliðið á Keflavíkurflugvelli, fyrir utan fríhöfnina og því geta allir gengið inn í búðina, sama hvort þeir séu á leið í flug eða ekki. Veitingaleyfið var gefið út af Sýslumanninum á Suðurnesjum í janúar og er það ótímabundið. Leyfið kveður þó á um að hægt sé að selja áfengi í versluninni allan sólarhringinn, sem tíðkast almennt ekki annars staðar. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois með 4,6 prósenta vínanda en ekki 5 prósent vínanda eins og sá Stellubjór sem seldur er í verslunum ÁTVR. Skjóti skökku við að vínveitingaleyfi séu gefin út í hundraðatali Hann segir einkarétt ríkisins á smásölu áfengis byggða á lýðheilsusjónarmiðum en segir í áfengislöggjöfinni felast falskt öryggi. „Á sama tíma er Áfengisverslun ríkisins „rebrönduð“ og nefnd Vínbúð og fjölgar áfengisverslunum sínum á fjölförnustu stöðunum. Svo er verið að gefa svona vínveitingaleyfi eins og á Flugstöðinni og það eru mörg hundruð slík leyfi í gildi þar sem áfengi er selt utan ÁTVR,“ segir Vilhjálmur. Hann segir þessi vínveitingaleyfi til marks um að samfélagið hafi þróast fram yfir núgildandi löggjöf. „Þarna er dæmi um að lögin eru einhvern vegin ekki að mæta því samfélagi sem þau lifa í. Þá þróast samfélagið frá löggjöfinni og hún verður að fylgja og það gerist kannski líka út af því að það er ekki bein tenging með markmiðum löggjafarinnar og framkvæmdinni. Það er nefnilega ekki þannig, af því að lögin eru til þess að hindra aðgengi til að ná þessum lýðheilsumarkmiðum, það sýnir sig bara með þessari þróun að löggjöfin er ekki að sinna sínum lýðheilsumarkmiðum.“ Hann segir að vilji almenningur viðhalda lýðheilsusjónarmiðum í áfengislöggjöf þurfi að leita annarra leiða en að halda svo fast um taumana á einkarétti ríkisins á sölu áfengis. „Eins og ég hef margoft bent á þá er bæði ríkið sjálft að auka sína sölustaði og gera þá sýnilegri en um leið gefur ríkið svo út til mörg hundruð einkaaðila áfengisleyfi til sölu áfengis allan sólarhringinn eins og í þessu dæmi.“ Vel komi til greina að leggja fram frumvarp um breytingar Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýndi í gær málið í samtali við Vísi og sagði það til marks um gallaða áfengislöggjöf hér á landi. Þrátt fyrir einkarétt ríkisins á smásölu áfengis séu ýmsar leiðir fram hjá því, til dæmis geti fólk farið í íslensk brugghús og keypt sér þar bjór og tekið hann með á flöskum og þá geti fólk sömuleiðis verið í vínáskrift, þar sem það fær vínflöskur upp að dyrum með einhverju millibili án aðkomu ÁTVR. Hann hvatti þá Alþingi til að endurskoða áfengislöggjöfina í heild sinni, enda gengi hún ekki upp eins og skyldi í dag. Vilhjálmur lagði sjálfur fram frumvarp, sem heimilaði sölu áfengis í verslunum, árið 2014. Frumvarpið náði ekki í gegn en Vilhjálmur segir vel koma til greina að það verði lagt aftur fram. Hann segist þó ekki munu gera það sjálfur. „En ég fagna því að frumvarpið mitt skók þessa umræðu og lyfti þessum málum upp í umræðunni. Þessi mál hafa þróast og við erum að sjá að það hefur margt breyst síðan ég lagði þetta frumvarp fram,“ segir Vilhjálmur. Hann nefnir til dæmis handverksbrugghús, sem hafa víða sprottið upp hér á landi undanfarin ár, og segir eðlilegt að bruggmeistarar þar fái að selja sína vöru. „Svo hefur þessi netverslun komið og er búin að vinna núna mál gegn áfengisverslun ríkisins. Þannig að ég held að þetta sé smátt og smátt að leysast sjálft, ég held að það verði ekki þörf á frumvarpinu heldur komi fram breyting frá ríkissstjórninni og þessi dómsmál hafa verið að fala þannig að þessi þróun er bara að gerast. Ég held að innan ekki langs tíma verði orðnar breytingar á þessu fyrirkomulagi sem er í dag.“ Helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í matvöruverslanir Fram kom í skoðanakönnun, sem Maskína gerði fyrir fréttastofu í byrjun apríl, að um helmingur landsmanna sé hlynntur því að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Mikill meirihluti er hins vegar andvígur sölu sterks áfengis í matvöruverslunum, en um 22 prósent landsmanna eru hlynnt því. Sjá mátti í könnuninni að stuðningur við smásölu léttvíns og bjórs, áfengis með minna en 22 prósent áfengisinnihald, hafi aukist jafnt og þétt hér á landi frá árinu 2017. Þá voru um 32,7 prósent landsmanna hlynnt slíkri sölu en nú nemur stuðningurinn 47,6 prósentum. Þá er stuðningurinn við söluna nokkuð aldursdreifður. Hlynntast sölunni er fólk á fertugsaldri, 30 til 39 ára. 52,8 prósent fólks á adrinum 18 til 29 ára styðja við sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum 65,8 prósent á aldrinum 30 til 39 ára, 48,3 prósent fólks á adrinum 40 til 49 ára og 46,2 prósent fólks á aldrinum 50 til 59 ára. Stuðningurinn er minnstur meðal 60 ára og eldri en þar styðja um 26,8 prósent við sölu léttvíns í matvöruverslunum. Málið snúist ekki endilega um áfengi eða áfengismagn Vilhjálmur segir ekki endilega koma til greina að sala léttvíns og bjórs verði heimild í matvöruverslunum en ekki sterkt áfengi. Málið snúist í grunninn ekki um áfengi eða áfengismagn. „Þetta snýst bara um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á vörusölu og þjónustu sem fólk er að kalla eftir. Viljum við hafa þetta í höftum, sem kosta bæði óþægindi og fjármuni fyrir almenning og ríkisssjóð, eða viljum við bara að fólk fái að sinna sínu frumkvæði að framleiða og selja vöru og þjónustu og hafa almennar reglur í því? Svo þurfum við að vera ábyrg og finna nýjar leiðir og betri leiðir varðandi lýðheilsusjónarmiðin.“ Hann segir þá skjóta skökku við að aðrar reglur gildi á flugstöðinni en annars staðar í landinu. „Ég hef alltaf verið mjög hugsi yfir því að það eru einhver önnur lögmál sem gildi um sölu áfengis í kring um flugstöð Leifs Eiríkssonar en annars staðar. Það er út af því að stjórnvöld eiga það. Stjórnvöld geta ekki hlýtt eigin takmörkunum varðandi sölu á þessari vöru sem áfengi er og öðrum vörum svo sem. Mér finnst annkannalegt að ríkið sé að setja einokun á Áfengisverslun ríkisins en þegar það hentar ekki ríkinu í fríhöfninni þá hafa þau undantekningu fyrir sjálft sig,“ segir Vilhjálmur. „Þetta sýnir á hversu röngum stað við erum með þessa löggjöf. Hún er engan vegin í takt við það sem upphaflega var lagt upp með.“
Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 27. apríl 2022 15:23 Um helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í búðir Um helmingur landsmanna vill að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Aðeins um 22 prósent vilja að sterkt áfengi verði til sölu í matvöruverslunum. 12. apríl 2022 13:38 Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. 14. september 2021 21:28 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 27. apríl 2022 15:23
Um helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í búðir Um helmingur landsmanna vill að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Aðeins um 22 prósent vilja að sterkt áfengi verði til sölu í matvöruverslunum. 12. apríl 2022 13:38
Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. 14. september 2021 21:28