Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Orku­veitunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Höfuðstöðvar Orkuveiru Reykjavíkur við Bæjarháls.
Höfuðstöðvar Orkuveiru Reykjavíkur við Bæjarháls. Vísir/Vilhelm

Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur fer fram í dag milli klukkan 14 og 15:30. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er „Hluti af lausninni“ og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilara að neðan.

Í tilkynningu segir að Elín Hirst muni stjórna fundinum.Tvö ávörp verða flutt, eitt frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og annað frá stjórnarformanni OR, Brynhildi Davíðsdóttur.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs munu svo taka þátt í hringborðsumræðum.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×