Ísfirðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2022 09:31 Haukur S. Magnússon, Shayan Pandole og Arún Magnús Hauksson reyna að láta óbærilegan hitann ekki koma í veg fyrir að þau njóti sín í fríinu. Aðsend/Getty Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna. Haukur hefur verið á Indlandi í átta daga ásamt eiginkonu sinni Shayan Pandole og fjórtán mánaða syni þeirra en fjölskyldan er búsett á Ísafirði. Shayan er ættuð frá Indlandi og dvelur fjölskyldan hjá föður hennar og konu þar sem þau reyna að taka því rólega og bíða eftir rigningu. Hitinn náði 41 stigi í Pune í gær og því spáð að hann verði á svipuðum slóðum næstu daga. Gert er ráð fyrir að hiti fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Þá hefur Haukur heyrt af því að hiti hafi farið yfir 50 stig í nágrannaríkinu Pakistan. „Yfirleitt er heitt hérna á þessum árstíma, þetta er rétt fyrir monsún rigningarnar sem koma í júní og þá kólnar duglega en þetta þykir nú fullmikið af því góða,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Eins og að búa í gufubaði Hann segir ástandið vera svakalegt og þau sem eigi þess möguleika haldi sig yfirleitt innandyra frá hádegi til sex á kvöldin á meðan hitinn er hvað mestur. Fjölskyldan vakni snemma á morgnana og verji tíma út í garði áður en þau færi sig inn upp úr hádegi. Svo sé tekinn síðdegislúr að indverskum sið. „Þetta er pínu eins og að búa í gufubaði en það er sem betur fer er ekki mjög rakt hérna,“ segir Haukur. Á kvöldin taki fólk svo við sér og borði kvöldmat um átta eða níuleytið. „Þú ert ekki til mikilla stórvirkja, þú ert svolítið að sitja og spjalla og það eru alls konar garðar hérna sem gaman er að skoða,“ segir Haukur. Sumir íbúar séu með loftkæld svefnherbergi og verji meira og minna öllum deginum þar inni. Haukur bætir við að innfæddir barmi sér lítið en hafi mikla samkennd með þeim sem búi ekki jafn vel að geta kælt sig niður alla daga. Gríðarleg misskipting er í Indlandi og vel þekkt að veðuröfgar á borð við þessar bitna mest á þeim sem búa við fátækt. Veðurspáin næstu daga fyrir borgina Pune þar sem Haukur og fjölskylda dvelja.AÐsend Kælir barnið niður með slöngu „Ég fer með drenginn út tvisvar á dag í garð og sprauta á hann með garðslöngu til að kæla hann niður eins og maður gerir með hunda, og hann er ægilega kátur með það. Svo er maður sjálfur að reyna að háma í sig ísmola,“ segir Haukur. Tengdafaðir hans sé ágætlega vel settur og það séu mikil viðbrigði að vera inni á heimili þar sem starfi þjónustufólk. „Þannig að þú gengur ekkert í ísskápinn til að fá þér, þú verður að biðja um vatnsglas. Maður er svo feiminn við það að skipa fólki fyrir allan daginn svo ég er örugglega að drekka aðeins minna vatn en ég ætti að vera að gera,“ segir Haukur léttur í bragði. Enginn vafi sé á því að mikill aðstöðumunur sé hjá Indverjum og dæmi um að fólk hafi verið að deyja úr hita. „Mér er sagt að það sé enginn afsláttur gefinn þar sem menn eru við vegavinnu eða jafnvel að brjóta grjót. Það er bara svipan á þeim sama hvað klukkan slær og hvað sólin er hátt á lofti, þannig að þetta er alvarlegt mál.“ Akshala hjálpar hinum fjórtán mánaða Arún að kæla sig niður.Aðsend Rigni minna núna en fyrir nokkrum áratugum Haukur hefur eftir tengdapabba sínum að það hafi oft verið heitt á þessum tíma en munurinn liggi í því að fyrir tuttugu til þrjátíu árum hafi alltaf komið skúrir á tveggja daga fresti. Nú sé það liðin tíð og bíða þurfi eftir að monsúnið komi. Þrátt fyrir þetta lét stuttur hitaskúr loks sjá sig fyrir tveimur dögum. „Það dembir yfir vatninu í tíu mínútur og það var svo merkilegt hvað það kólnaði það allt, það var eins og umhverfið, fólkið og dýrin hafi látið frá sér sameiginlegt andvarp,“ segir Haukur. Fjölskyldan verður í Pune fram á mánudag og verja svo síðustu fimm dögunum í Mumbaí áður en hún yfirgefur Indland. Haukur segir óljóst hvort sami tími ársins verði fyrir valinu í næstu ferð þeirra til landsins. „Við komum kannski um vetur næst þegar það verður hægt að skoða meira.“ Indland Veður Íslendingar erlendis Loftslagsmál Tengdar fréttir Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Haukur hefur verið á Indlandi í átta daga ásamt eiginkonu sinni Shayan Pandole og fjórtán mánaða syni þeirra en fjölskyldan er búsett á Ísafirði. Shayan er ættuð frá Indlandi og dvelur fjölskyldan hjá föður hennar og konu þar sem þau reyna að taka því rólega og bíða eftir rigningu. Hitinn náði 41 stigi í Pune í gær og því spáð að hann verði á svipuðum slóðum næstu daga. Gert er ráð fyrir að hiti fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Þá hefur Haukur heyrt af því að hiti hafi farið yfir 50 stig í nágrannaríkinu Pakistan. „Yfirleitt er heitt hérna á þessum árstíma, þetta er rétt fyrir monsún rigningarnar sem koma í júní og þá kólnar duglega en þetta þykir nú fullmikið af því góða,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Eins og að búa í gufubaði Hann segir ástandið vera svakalegt og þau sem eigi þess möguleika haldi sig yfirleitt innandyra frá hádegi til sex á kvöldin á meðan hitinn er hvað mestur. Fjölskyldan vakni snemma á morgnana og verji tíma út í garði áður en þau færi sig inn upp úr hádegi. Svo sé tekinn síðdegislúr að indverskum sið. „Þetta er pínu eins og að búa í gufubaði en það er sem betur fer er ekki mjög rakt hérna,“ segir Haukur. Á kvöldin taki fólk svo við sér og borði kvöldmat um átta eða níuleytið. „Þú ert ekki til mikilla stórvirkja, þú ert svolítið að sitja og spjalla og það eru alls konar garðar hérna sem gaman er að skoða,“ segir Haukur. Sumir íbúar séu með loftkæld svefnherbergi og verji meira og minna öllum deginum þar inni. Haukur bætir við að innfæddir barmi sér lítið en hafi mikla samkennd með þeim sem búi ekki jafn vel að geta kælt sig niður alla daga. Gríðarleg misskipting er í Indlandi og vel þekkt að veðuröfgar á borð við þessar bitna mest á þeim sem búa við fátækt. Veðurspáin næstu daga fyrir borgina Pune þar sem Haukur og fjölskylda dvelja.AÐsend Kælir barnið niður með slöngu „Ég fer með drenginn út tvisvar á dag í garð og sprauta á hann með garðslöngu til að kæla hann niður eins og maður gerir með hunda, og hann er ægilega kátur með það. Svo er maður sjálfur að reyna að háma í sig ísmola,“ segir Haukur. Tengdafaðir hans sé ágætlega vel settur og það séu mikil viðbrigði að vera inni á heimili þar sem starfi þjónustufólk. „Þannig að þú gengur ekkert í ísskápinn til að fá þér, þú verður að biðja um vatnsglas. Maður er svo feiminn við það að skipa fólki fyrir allan daginn svo ég er örugglega að drekka aðeins minna vatn en ég ætti að vera að gera,“ segir Haukur léttur í bragði. Enginn vafi sé á því að mikill aðstöðumunur sé hjá Indverjum og dæmi um að fólk hafi verið að deyja úr hita. „Mér er sagt að það sé enginn afsláttur gefinn þar sem menn eru við vegavinnu eða jafnvel að brjóta grjót. Það er bara svipan á þeim sama hvað klukkan slær og hvað sólin er hátt á lofti, þannig að þetta er alvarlegt mál.“ Akshala hjálpar hinum fjórtán mánaða Arún að kæla sig niður.Aðsend Rigni minna núna en fyrir nokkrum áratugum Haukur hefur eftir tengdapabba sínum að það hafi oft verið heitt á þessum tíma en munurinn liggi í því að fyrir tuttugu til þrjátíu árum hafi alltaf komið skúrir á tveggja daga fresti. Nú sé það liðin tíð og bíða þurfi eftir að monsúnið komi. Þrátt fyrir þetta lét stuttur hitaskúr loks sjá sig fyrir tveimur dögum. „Það dembir yfir vatninu í tíu mínútur og það var svo merkilegt hvað það kólnaði það allt, það var eins og umhverfið, fólkið og dýrin hafi látið frá sér sameiginlegt andvarp,“ segir Haukur. Fjölskyldan verður í Pune fram á mánudag og verja svo síðustu fimm dögunum í Mumbaí áður en hún yfirgefur Indland. Haukur segir óljóst hvort sami tími ársins verði fyrir valinu í næstu ferð þeirra til landsins. „Við komum kannski um vetur næst þegar það verður hægt að skoða meira.“
Indland Veður Íslendingar erlendis Loftslagsmál Tengdar fréttir Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56