Drögum úr ójöfnuði í heilsufari og lífslíkum Björg Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Síðasta haust sótti undirrituð málþing BSRB og ASÍ um heilbriðgðismál, þar flutti meðal annarra Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ, erindið: Bilið sem þarf að brúa,ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum. Í erindi hennar kom fram að mælanlegur ójöfnuður er á heilsufari og lífslíkum eftir menntun, kyni og fjárhagslegri stöðu. Þar komu fram tölur um hlutfall fólks á vinnumarkaði sem neitaði sér um heilbrigðisþjónustu (Dæmi: Launfólk sem neitaði sér um tannlæknaþjónustu 29,1% og atvinnulausir 46,9% á 6 mánaða tímabili). Því er spáð að hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda aukist úr 13% í 16% á næstu 10 árum en hjúkrunarrýmum hefur fækkað um helming frá árinu 2007. Á sama tíma fjölgar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og biðtími lengist - 1. Janúar 2021 voru 453 manns á biðlista, samkvæmt landlæknisembættinu. Hvað á að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrými? Jú, efld heimaþjónusta og dagþjónusta en beinlínis er gert ráð fyrir að ættingjar komi meira að umönnun sem er þegar töluverð. Sérstaka athygli mína vakti umfjöllun Söru um hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-64 ára sem segjast annast fatlaðan eða aldraðan ættingja eftir Evrópulöndum. Í Danmörku var það 0,7% þar sem ástandið er best í Evrópu, en á Íslandi, þar sem ástandið er verst, eru það 8,9%. Á Íslandi er mjög há atvinnuþátttaka kvenna en umönnunarbyrði vegna ættingja á Íslandi árið 2018 skiptist ekki jafnt. Ljóst er að þetta hlutverk lendir meira á konum, fyrir aldursbilið 55-64 ára um 26% kvenna á móti um 20% karla. Það hefur verið sett í samhengi við aukna örorku kvenna á þessu aldursbili og vísbendingar um aukið brottfall af vinnumarkaði. Ekki eiga allir ættingja sem geta tekið að sér umönnun. Það þarf að auka jöfnuð og aðgengi að læknisþjónustu. VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að raunverulega efla félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum. VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa. VG vill auka samráð við fólk sem nýtir velferðarþjónustu. Margoft hefur verið vísað í doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar þar sem kannað var hver áhrif líkamsræktar eru á farsæla öldrun. Sú rannsókn leiddi í ljós að verulegur ávinningur er af fjölþættri heilsurækt og reglubundnu heilsueftirliti eldra fólks. VG vill stóraukna heilsueflingu eldra fólks og sporna gegn einmanaleika. Höfundur skipar 20. sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Síðasta haust sótti undirrituð málþing BSRB og ASÍ um heilbriðgðismál, þar flutti meðal annarra Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ, erindið: Bilið sem þarf að brúa,ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum. Í erindi hennar kom fram að mælanlegur ójöfnuður er á heilsufari og lífslíkum eftir menntun, kyni og fjárhagslegri stöðu. Þar komu fram tölur um hlutfall fólks á vinnumarkaði sem neitaði sér um heilbrigðisþjónustu (Dæmi: Launfólk sem neitaði sér um tannlæknaþjónustu 29,1% og atvinnulausir 46,9% á 6 mánaða tímabili). Því er spáð að hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda aukist úr 13% í 16% á næstu 10 árum en hjúkrunarrýmum hefur fækkað um helming frá árinu 2007. Á sama tíma fjölgar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og biðtími lengist - 1. Janúar 2021 voru 453 manns á biðlista, samkvæmt landlæknisembættinu. Hvað á að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrými? Jú, efld heimaþjónusta og dagþjónusta en beinlínis er gert ráð fyrir að ættingjar komi meira að umönnun sem er þegar töluverð. Sérstaka athygli mína vakti umfjöllun Söru um hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-64 ára sem segjast annast fatlaðan eða aldraðan ættingja eftir Evrópulöndum. Í Danmörku var það 0,7% þar sem ástandið er best í Evrópu, en á Íslandi, þar sem ástandið er verst, eru það 8,9%. Á Íslandi er mjög há atvinnuþátttaka kvenna en umönnunarbyrði vegna ættingja á Íslandi árið 2018 skiptist ekki jafnt. Ljóst er að þetta hlutverk lendir meira á konum, fyrir aldursbilið 55-64 ára um 26% kvenna á móti um 20% karla. Það hefur verið sett í samhengi við aukna örorku kvenna á þessu aldursbili og vísbendingar um aukið brottfall af vinnumarkaði. Ekki eiga allir ættingja sem geta tekið að sér umönnun. Það þarf að auka jöfnuð og aðgengi að læknisþjónustu. VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að raunverulega efla félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum. VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa. VG vill auka samráð við fólk sem nýtir velferðarþjónustu. Margoft hefur verið vísað í doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar þar sem kannað var hver áhrif líkamsræktar eru á farsæla öldrun. Sú rannsókn leiddi í ljós að verulegur ávinningur er af fjölþættri heilsurækt og reglubundnu heilsueftirliti eldra fólks. VG vill stóraukna heilsueflingu eldra fólks og sporna gegn einmanaleika. Höfundur skipar 20. sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar