Segir skelfilegt ef formaður fær endurnýjað umboð þrátt fyrir einelti Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:18 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. Stöð 2 Grunnskólakennari segist myndi telja það hneyksli ef sitjandi formaður Félags grunnskólakennara fengi endurnýjað umboð til formennsku í kosningum í næstu viku. Skýrslu, sem flokkaði samskipti formannsins við félagsmann sem einelti, var lekið á dögunum. Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Styr stendur nú um Þorgerði Laufeyju formann eftir að samskiptaskýrslu, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, var lekið á Facebook. Hún segist harma að skýrslunni hafi verið lekið og að báðir hlutaðeigandi vilji bæta samskipti sín. Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að hún myndi telja það skelfilegt ef Þorgerður fær að sitja áfram sem formaður. „Hvað verður um traust og trúnað foreldra grunnskólabarna ef formaður grunnskólakennara gengur svona fram sjálf? Bíður traustið ekki hnekki? Er traustið í húfi? Ég er mjög uggandi yfir þessari stöðu,“ segir Helga Dögg. Á framboðsfundi Félags grunnskólakennara í vikunni var málið til umræðu og gekkst Þorgerður þar við því að hafa ekki gert nægilega vel í samskiptunum. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætti við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Hún bað hins vegar í lok fundarins fólk að láta dómstól götunnar ekki dæma í málinu og svo virðist sem hún vilji sem minnst ræða það. „Því er ég algjörlega ósammála og ég velti fyrir mér hvort stjórn Félags grunnskólakennara hefur vitað af þessu máli og bara þagað. Ef þau vissu ekki af málinu en vita þetta nú, af hverju heyrist þá ekkert frá stjórninni? Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við ef þagga á málið niður,“ segir Helga Dögg við Fréttablaðið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Styr stendur nú um Þorgerði Laufeyju formann eftir að samskiptaskýrslu, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, var lekið á Facebook. Hún segist harma að skýrslunni hafi verið lekið og að báðir hlutaðeigandi vilji bæta samskipti sín. Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að hún myndi telja það skelfilegt ef Þorgerður fær að sitja áfram sem formaður. „Hvað verður um traust og trúnað foreldra grunnskólabarna ef formaður grunnskólakennara gengur svona fram sjálf? Bíður traustið ekki hnekki? Er traustið í húfi? Ég er mjög uggandi yfir þessari stöðu,“ segir Helga Dögg. Á framboðsfundi Félags grunnskólakennara í vikunni var málið til umræðu og gekkst Þorgerður þar við því að hafa ekki gert nægilega vel í samskiptunum. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætti við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Hún bað hins vegar í lok fundarins fólk að láta dómstól götunnar ekki dæma í málinu og svo virðist sem hún vilji sem minnst ræða það. „Því er ég algjörlega ósammála og ég velti fyrir mér hvort stjórn Félags grunnskólakennara hefur vitað af þessu máli og bara þagað. Ef þau vissu ekki af málinu en vita þetta nú, af hverju heyrist þá ekkert frá stjórninni? Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við ef þagga á málið niður,“ segir Helga Dögg við Fréttablaðið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira