Segir skelfilegt ef formaður fær endurnýjað umboð þrátt fyrir einelti Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:18 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. Stöð 2 Grunnskólakennari segist myndi telja það hneyksli ef sitjandi formaður Félags grunnskólakennara fengi endurnýjað umboð til formennsku í kosningum í næstu viku. Skýrslu, sem flokkaði samskipti formannsins við félagsmann sem einelti, var lekið á dögunum. Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Styr stendur nú um Þorgerði Laufeyju formann eftir að samskiptaskýrslu, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, var lekið á Facebook. Hún segist harma að skýrslunni hafi verið lekið og að báðir hlutaðeigandi vilji bæta samskipti sín. Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að hún myndi telja það skelfilegt ef Þorgerður fær að sitja áfram sem formaður. „Hvað verður um traust og trúnað foreldra grunnskólabarna ef formaður grunnskólakennara gengur svona fram sjálf? Bíður traustið ekki hnekki? Er traustið í húfi? Ég er mjög uggandi yfir þessari stöðu,“ segir Helga Dögg. Á framboðsfundi Félags grunnskólakennara í vikunni var málið til umræðu og gekkst Þorgerður þar við því að hafa ekki gert nægilega vel í samskiptunum. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætti við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Hún bað hins vegar í lok fundarins fólk að láta dómstól götunnar ekki dæma í málinu og svo virðist sem hún vilji sem minnst ræða það. „Því er ég algjörlega ósammála og ég velti fyrir mér hvort stjórn Félags grunnskólakennara hefur vitað af þessu máli og bara þagað. Ef þau vissu ekki af málinu en vita þetta nú, af hverju heyrist þá ekkert frá stjórninni? Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við ef þagga á málið niður,“ segir Helga Dögg við Fréttablaðið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Styr stendur nú um Þorgerði Laufeyju formann eftir að samskiptaskýrslu, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, var lekið á Facebook. Hún segist harma að skýrslunni hafi verið lekið og að báðir hlutaðeigandi vilji bæta samskipti sín. Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að hún myndi telja það skelfilegt ef Þorgerður fær að sitja áfram sem formaður. „Hvað verður um traust og trúnað foreldra grunnskólabarna ef formaður grunnskólakennara gengur svona fram sjálf? Bíður traustið ekki hnekki? Er traustið í húfi? Ég er mjög uggandi yfir þessari stöðu,“ segir Helga Dögg. Á framboðsfundi Félags grunnskólakennara í vikunni var málið til umræðu og gekkst Þorgerður þar við því að hafa ekki gert nægilega vel í samskiptunum. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætti við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Hún bað hins vegar í lok fundarins fólk að láta dómstól götunnar ekki dæma í málinu og svo virðist sem hún vilji sem minnst ræða það. „Því er ég algjörlega ósammála og ég velti fyrir mér hvort stjórn Félags grunnskólakennara hefur vitað af þessu máli og bara þagað. Ef þau vissu ekki af málinu en vita þetta nú, af hverju heyrist þá ekkert frá stjórninni? Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við ef þagga á málið niður,“ segir Helga Dögg við Fréttablaðið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira