Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 11:38 Níðstöngin sem reist var við Skrauthóla. Aðsend Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira