Innlent

Há­­degis­fréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Níu Íslendingar hafa verið settir á svartan lista rússneskra stjórnvalda, og verður því meinað að ferðast til Rússlands. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Formaður læknafélags Reykjavíkur segja mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu.

Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við.

Lystisnekkja, 12 sportbílar og nokkur Rólex úr eru á meðal þess sem tveir meintir svikahrappar keyptu sér fyrir gróðann af því að selja stjórnvöldum í Madrid sóttvarnabúnað á uppsprengdu verði í upphafi Covid19-farsóttarinnar.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 Vísi á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×