Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 12:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira