Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 14:48 Á myndbandinu sést vopnuð sérsveit hafa afskipti af ungum manni í miðbænum. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. Að því er segir í tilkynningu frá lögreglu sagðist tilkynnandi hafa heyrt af tali tveggja manna, sem virtust hafa átt í einhverjum útistöðum, að annar þeirra væri vopnaður. Hann hafi skilið orðskipti þeirra sem að um skotvopn væri að ræða. Vegfarandinn hafi getað gefið greinargóða lýsingu á manninum sem átti að hafa vopnið undir höndum. Því hafi verið brugðist strax við samkvæmt verklagi, en í því felist meðal annars að kalla til vakthafandi lögreglumenn hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. Lögregla hafi fljótt haft uppi á manninum sem leitað var og höfðu sérsveitarmenn afskipti af honum. Fljótlega kom í ljós að hann væri vopnlaus en í samtali við lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa látið þessi orð falla um vopnaburð í samskiptum við annan mann skömmu áður. Enginn var handtekinn vegna málsins en haft var samband við foreldra drengsins þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri. Ekki rétt að skotvopni hafi verið otað að drengnum Í tilkynningu lögreglu segir að í einum fjölmiðli hafi verið fjallað um málið og vikið að vopnburði annars sérsveitarmannsins. DV fjallaði um málið í hádeginu og sagði sérsveitarmann hafa miðað skotvopni að drengnum. „Til upplýsinga skal tekið fram að um svokallaða höggboltabyssu er að ræða, en hún er í sama valdbeitingarstigi og lögreglukylfa,“ segir í tilkynningu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Að því er segir í tilkynningu frá lögreglu sagðist tilkynnandi hafa heyrt af tali tveggja manna, sem virtust hafa átt í einhverjum útistöðum, að annar þeirra væri vopnaður. Hann hafi skilið orðskipti þeirra sem að um skotvopn væri að ræða. Vegfarandinn hafi getað gefið greinargóða lýsingu á manninum sem átti að hafa vopnið undir höndum. Því hafi verið brugðist strax við samkvæmt verklagi, en í því felist meðal annars að kalla til vakthafandi lögreglumenn hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. Lögregla hafi fljótt haft uppi á manninum sem leitað var og höfðu sérsveitarmenn afskipti af honum. Fljótlega kom í ljós að hann væri vopnlaus en í samtali við lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa látið þessi orð falla um vopnaburð í samskiptum við annan mann skömmu áður. Enginn var handtekinn vegna málsins en haft var samband við foreldra drengsins þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri. Ekki rétt að skotvopni hafi verið otað að drengnum Í tilkynningu lögreglu segir að í einum fjölmiðli hafi verið fjallað um málið og vikið að vopnburði annars sérsveitarmannsins. DV fjallaði um málið í hádeginu og sagði sérsveitarmann hafa miðað skotvopni að drengnum. „Til upplýsinga skal tekið fram að um svokallaða höggboltabyssu er að ræða, en hún er í sama valdbeitingarstigi og lögreglukylfa,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira