Áframhaldandi breytingar hjá Man Utd: Sá sem sá um samningana horfinn á braut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2022 10:30 Ed Woodward (fyrir framan) og Matt Judge (fyrir aftan). Manchester United Það mun margt breytast hjá Manchester United í sumar, bæði innan vallar sem utan. Matt Judge hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur séð um að semja um kaupverð og launakjör leikmanna frá árinu 2014. Judge fylgir þar með Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, ásamt þeim Jim Lawlor og Marcel Bout út um dyrnar. Tveir síðarnefndu voru aðalnjósnarar félagsins en ljóst er að Erik Ten Hag, nýráðnum þjálfara liðsins, þykir ekki mikið til þeirra koma. The Athletic greinir frá brotthvarfi Judge. Þar segir að hann hafi sagt starfi sínu lausu og hann hafi í raun verið að íhuga stöðu sína innan félagsins síðan Woodward ákvað að kalla þetta gott og hætt asem framkvæmdastjóri. Louis van Gaal, fyrrverandi þjálfari liðsins, kallaði Judge „hægri hönd“ Woodward á sínum tíma. Komu þeir saman til félagsins árið 2012 frá bankanum JP Morgan. Judge aðstoðaði Woodward við að semja um kaupverð leikmanna og sá í kjölfarið um samninga leikmanna sem félagið vildi fá í sínar raðir. Judge fékk mikla gagnrýni fyrir margt sem hann gerði hjá Man Utd. Þar má til að mynda nefna ofursamning Alexis Sanchés og að gefa Phil Jones nýjan samning þrátt fyrir að miðvörðurinn hafði varla spilað leik vegna meiðsla í fleiri ár. EXCLUSIVE: Matt Judge has resigned as Man Utd head of corporate development. Judge led transfer + contract negotiations. Serving notice period & not expected to play active role in summer window. Amicable but another major change at #MUFC @TheAthleticUK https://t.co/OPZsDTbUzK— David Ornstein (@David_Ornstein) April 29, 2022 Tíminn mun leiða í ljós hvort um jákvæðar breytingar sé að ræða en flest stuðningsfólk Man United fagnar því eflaust að losna við menn af skrifstofunni sem hafa ekkert gert nema eyða fúlgum fjár í miðlungs leikmenn undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tekur við austurríska landsliðinu en heldur áfram hjá United Ralf Rangnick hefur verið ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins. Hann heldur samt áfram að starfa fyrir Manchester United. 29. apríl 2022 11:04 Rangnick reynir að tala upp Man. United: Enn þá spennandi félag Ralf Rangnick, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, mun starfa áfram hjá félaginu þó að það komi inn nýr knattspyrnustjóri. Það hefur lítið gengið í stuttri stjóratíð Rangnick á Old Trafford en hann reynir að tala liðið upp í nýju viðtali. 28. apríl 2022 15:30 Eins gott að haga sér undir stjórn Erik ten Hag eins og þetta dæmi sýnir Hollendingurinn Erik ten Hag tekur við agalitlu liði Manchester United í sumar og bíður stórt verkefni að koma félaginu aftur í hóp bestu liða enska boltans. 27. apríl 2022 09:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira
Judge fylgir þar með Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, ásamt þeim Jim Lawlor og Marcel Bout út um dyrnar. Tveir síðarnefndu voru aðalnjósnarar félagsins en ljóst er að Erik Ten Hag, nýráðnum þjálfara liðsins, þykir ekki mikið til þeirra koma. The Athletic greinir frá brotthvarfi Judge. Þar segir að hann hafi sagt starfi sínu lausu og hann hafi í raun verið að íhuga stöðu sína innan félagsins síðan Woodward ákvað að kalla þetta gott og hætt asem framkvæmdastjóri. Louis van Gaal, fyrrverandi þjálfari liðsins, kallaði Judge „hægri hönd“ Woodward á sínum tíma. Komu þeir saman til félagsins árið 2012 frá bankanum JP Morgan. Judge aðstoðaði Woodward við að semja um kaupverð leikmanna og sá í kjölfarið um samninga leikmanna sem félagið vildi fá í sínar raðir. Judge fékk mikla gagnrýni fyrir margt sem hann gerði hjá Man Utd. Þar má til að mynda nefna ofursamning Alexis Sanchés og að gefa Phil Jones nýjan samning þrátt fyrir að miðvörðurinn hafði varla spilað leik vegna meiðsla í fleiri ár. EXCLUSIVE: Matt Judge has resigned as Man Utd head of corporate development. Judge led transfer + contract negotiations. Serving notice period & not expected to play active role in summer window. Amicable but another major change at #MUFC @TheAthleticUK https://t.co/OPZsDTbUzK— David Ornstein (@David_Ornstein) April 29, 2022 Tíminn mun leiða í ljós hvort um jákvæðar breytingar sé að ræða en flest stuðningsfólk Man United fagnar því eflaust að losna við menn af skrifstofunni sem hafa ekkert gert nema eyða fúlgum fjár í miðlungs leikmenn undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tekur við austurríska landsliðinu en heldur áfram hjá United Ralf Rangnick hefur verið ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins. Hann heldur samt áfram að starfa fyrir Manchester United. 29. apríl 2022 11:04 Rangnick reynir að tala upp Man. United: Enn þá spennandi félag Ralf Rangnick, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, mun starfa áfram hjá félaginu þó að það komi inn nýr knattspyrnustjóri. Það hefur lítið gengið í stuttri stjóratíð Rangnick á Old Trafford en hann reynir að tala liðið upp í nýju viðtali. 28. apríl 2022 15:30 Eins gott að haga sér undir stjórn Erik ten Hag eins og þetta dæmi sýnir Hollendingurinn Erik ten Hag tekur við agalitlu liði Manchester United í sumar og bíður stórt verkefni að koma félaginu aftur í hóp bestu liða enska boltans. 27. apríl 2022 09:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira
Tekur við austurríska landsliðinu en heldur áfram hjá United Ralf Rangnick hefur verið ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins. Hann heldur samt áfram að starfa fyrir Manchester United. 29. apríl 2022 11:04
Rangnick reynir að tala upp Man. United: Enn þá spennandi félag Ralf Rangnick, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, mun starfa áfram hjá félaginu þó að það komi inn nýr knattspyrnustjóri. Það hefur lítið gengið í stuttri stjóratíð Rangnick á Old Trafford en hann reynir að tala liðið upp í nýju viðtali. 28. apríl 2022 15:30
Eins gott að haga sér undir stjórn Erik ten Hag eins og þetta dæmi sýnir Hollendingurinn Erik ten Hag tekur við agalitlu liði Manchester United í sumar og bíður stórt verkefni að koma félaginu aftur í hóp bestu liða enska boltans. 27. apríl 2022 09:01