Fólkið sem vildi ráða sér sjálft Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. maí 2022 08:30 Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vinnumarkaður Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun