Íþrótta- og tómstundamál í Fjarðabyggð fyrir alla Pálína Margeirsdóttir og Bjarni Stefán Vilhjálmsson skrifa 1. maí 2022 16:46 Íþrótta- og tómstundamál eru sífellt stærri þáttur í rekstri sveitarfélaga. Bestu forvarnirnar sem við eigum eru öflugt íþróttastarf og virkt félagslíf fólks á öllum aldri. Fjarðabyggð er svo heppið að búa að góðum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum sem vinna ötulega að því að efla og styrkja öflugt íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu öllu. Framsókn í Fjarðabyggð hefur haft skýra sýn á þennan málaflokk og unnið ötulega að ýmsum verkefnum þar á líðandi kjörtímabili. Heilsuefling er líka fyrir eldra fólk Eitt af þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili er samstarverkefni við Dr. Janus Guðlaugsson um heilsueflingu og bætt lífsgæði eldri borgara, svokallað Janusarverkefni. Því miður kom COVID faraldurinn í veg fyrir að hægt væri að byrja á verkefninu árið 2020 og 2021, en nú horfir til betri vegar, og stefnt að því að verkefnið hefjist síðar á þessu ári. Markmið Janusarverkefnsins snýr að skipulagðri heilsurækt og bættri heilsu eldri einstaklinga með það að markmiði að þeir geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er. Slík heilsuefling er mikilvægur þáttur í því að bæta lífsgæði eldri íbúa. Bætt heilsa gerir eldra fólki kleift að búa lengur í sjálfstæðri búsetu, kemur í veg fyrir eða seinkar innlögn á dvalar og hjúkrunarheimili og opnar á möguleika á að fólk starfi lengur á vinnumarkaði. Þess má geta að kostnaður vegna ársdvalar einstaklings á dvalar- og hjúkrunarheimili á Íslandi er á milli 13 og 15 milljónir króna, en áætlaður kostnaður á einu ári vegna heilsueflingar 80 – 100 eldri einstaklinga er á milli 12-14 milljónir króna. Við teljum að það sé til mikils að vinna með þessu verkefni, eldri íbúar geta átt möguleika á að verða heilsuhraustari, þeir geta vonandi búið lengur heima án aðstoðar og síðast en ekki síst þá eflist félagslegi þátturinn þar sem fólk myndi hittast í líkamsræktinni, sundi eða jafnvel stofna til gönguhópa. Öflugt íþrótta – og tómstundastarf til framtíðar Á þessu ári verður innleiddur íþrótta- og tómstundastyrkur sem verður 10.000 krónur á hvert barn á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð. Þessi upphæð verður endurskoðuð ár hvert, en reynsla annara sveitarfélaga sem hafa sett á laggirnar slíkan styrk sýnir að hann muni hækka. Það verður vonandi til þess að hjálpa börnum að sinna íþróttastarfi óháð efnahag og hvetja til ennfrekari þátttöku. Þá var á yfirstandandi kjörtímabili farið í ýmsar framkvæmdir í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Þar má helst nefna byggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði, sem tekið verður í notkun á haustdögum og rennir vonandi frekari stoðum undir öflugt íþróttalíf á svæðinu. Þá var einnig skipt um gervigrasið í Fjarðabyggðarhöllinni, en það gamla var orðið lúið eftir mikla notkun undanfarin ár. Nýja grasið er afar vandað og mun vonandi þjóna öflugu knattspyrnustarfi í sveitarfélaginu vel. Ýmislegt fleira hefur líka verið gert í þessum málaflokk, má þar til dæmis nefna að komið var á meira samstarfi milli félagsmiðstöðva og farið var í að lagfæra þau húsnæði sem nýtt eru undir þá starfsemi. Þannig var samkomuhúsið á Stöðvarfirði sem var klætt og lagfært umhverfi þess. Þá eru að hefjast framkvæmdir við Félagslund með það fyrir augum að félagsmiðstöðin deili þar húsnæði líkt og gert var með Egilsbúð á Norðfirði. Þá er það okkar trú að nýtt kerfi almenningssamgangna muni til framtíðar gera fólki kleift að nýta sér það öfluga íþrótta- og tómstundastarf sem Fjarðabyggð býr að, óháð búsetu í hverfum sveitarfélagsins. Við höfum nú þegar séð að fólk sækir í auknum mæli á milli fjarða vegna þessa og mun það vonandi halda áfram að aukast. Framsókn til framtíðar í íþrótta- og tómstundamálum Fram undan eru ýmis verkefni í íþrótta- og tómstundamálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að vinna ötulega að því að byggja undir öflugt íþrótta- og tómstundastarf í Fjarðabyggð Á komandi kjörtímabili þarf að halda áfram með þau verkefni sem unnið hefur verið að, og skapa þannig áfram kjöraðstæður fyrir öflugt íþróttalíf, þar sem horft er til þess að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Skoða þarf leiðir til að ljúka við lagfæringar og einangrun Fjarðabyggðarhallarinnar svo hún nýtist okkur öllum sem best. Fara þarf í átak í að endurnýja búnað í þeim heilsuræktum sem Fjarðabyggð rekur strax, halda áfram að styðja við íþróttafélög og önnur félög, hækka frístundastyrkinn fyrir börn og ungmenni og halda áfram að auka samstarf og samvinnu á málaflokknum svo fátt eitt sé nefnt. Til þess þurfum við ykkar liðsinni, íbúar góðir, á kjördag 14.maí nk. með því að þið setjið X við B fyrir framtíðina í Fjarðabyggð. Pálína Margeirsdóttir, er bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og skipar 6. sæti á framboðslista Framsóknar í Fjarðabyggð Bjarni Stefán Vilhjálmsson, er verkstjóri og skipar 7. sæti á framboðslista Framsóknar í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Íþrótta- og tómstundamál eru sífellt stærri þáttur í rekstri sveitarfélaga. Bestu forvarnirnar sem við eigum eru öflugt íþróttastarf og virkt félagslíf fólks á öllum aldri. Fjarðabyggð er svo heppið að búa að góðum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum sem vinna ötulega að því að efla og styrkja öflugt íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu öllu. Framsókn í Fjarðabyggð hefur haft skýra sýn á þennan málaflokk og unnið ötulega að ýmsum verkefnum þar á líðandi kjörtímabili. Heilsuefling er líka fyrir eldra fólk Eitt af þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili er samstarverkefni við Dr. Janus Guðlaugsson um heilsueflingu og bætt lífsgæði eldri borgara, svokallað Janusarverkefni. Því miður kom COVID faraldurinn í veg fyrir að hægt væri að byrja á verkefninu árið 2020 og 2021, en nú horfir til betri vegar, og stefnt að því að verkefnið hefjist síðar á þessu ári. Markmið Janusarverkefnsins snýr að skipulagðri heilsurækt og bættri heilsu eldri einstaklinga með það að markmiði að þeir geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er. Slík heilsuefling er mikilvægur þáttur í því að bæta lífsgæði eldri íbúa. Bætt heilsa gerir eldra fólki kleift að búa lengur í sjálfstæðri búsetu, kemur í veg fyrir eða seinkar innlögn á dvalar og hjúkrunarheimili og opnar á möguleika á að fólk starfi lengur á vinnumarkaði. Þess má geta að kostnaður vegna ársdvalar einstaklings á dvalar- og hjúkrunarheimili á Íslandi er á milli 13 og 15 milljónir króna, en áætlaður kostnaður á einu ári vegna heilsueflingar 80 – 100 eldri einstaklinga er á milli 12-14 milljónir króna. Við teljum að það sé til mikils að vinna með þessu verkefni, eldri íbúar geta átt möguleika á að verða heilsuhraustari, þeir geta vonandi búið lengur heima án aðstoðar og síðast en ekki síst þá eflist félagslegi þátturinn þar sem fólk myndi hittast í líkamsræktinni, sundi eða jafnvel stofna til gönguhópa. Öflugt íþrótta – og tómstundastarf til framtíðar Á þessu ári verður innleiddur íþrótta- og tómstundastyrkur sem verður 10.000 krónur á hvert barn á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð. Þessi upphæð verður endurskoðuð ár hvert, en reynsla annara sveitarfélaga sem hafa sett á laggirnar slíkan styrk sýnir að hann muni hækka. Það verður vonandi til þess að hjálpa börnum að sinna íþróttastarfi óháð efnahag og hvetja til ennfrekari þátttöku. Þá var á yfirstandandi kjörtímabili farið í ýmsar framkvæmdir í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Þar má helst nefna byggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði, sem tekið verður í notkun á haustdögum og rennir vonandi frekari stoðum undir öflugt íþróttalíf á svæðinu. Þá var einnig skipt um gervigrasið í Fjarðabyggðarhöllinni, en það gamla var orðið lúið eftir mikla notkun undanfarin ár. Nýja grasið er afar vandað og mun vonandi þjóna öflugu knattspyrnustarfi í sveitarfélaginu vel. Ýmislegt fleira hefur líka verið gert í þessum málaflokk, má þar til dæmis nefna að komið var á meira samstarfi milli félagsmiðstöðva og farið var í að lagfæra þau húsnæði sem nýtt eru undir þá starfsemi. Þannig var samkomuhúsið á Stöðvarfirði sem var klætt og lagfært umhverfi þess. Þá eru að hefjast framkvæmdir við Félagslund með það fyrir augum að félagsmiðstöðin deili þar húsnæði líkt og gert var með Egilsbúð á Norðfirði. Þá er það okkar trú að nýtt kerfi almenningssamgangna muni til framtíðar gera fólki kleift að nýta sér það öfluga íþrótta- og tómstundastarf sem Fjarðabyggð býr að, óháð búsetu í hverfum sveitarfélagsins. Við höfum nú þegar séð að fólk sækir í auknum mæli á milli fjarða vegna þessa og mun það vonandi halda áfram að aukast. Framsókn til framtíðar í íþrótta- og tómstundamálum Fram undan eru ýmis verkefni í íþrótta- og tómstundamálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að vinna ötulega að því að byggja undir öflugt íþrótta- og tómstundastarf í Fjarðabyggð Á komandi kjörtímabili þarf að halda áfram með þau verkefni sem unnið hefur verið að, og skapa þannig áfram kjöraðstæður fyrir öflugt íþróttalíf, þar sem horft er til þess að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Skoða þarf leiðir til að ljúka við lagfæringar og einangrun Fjarðabyggðarhallarinnar svo hún nýtist okkur öllum sem best. Fara þarf í átak í að endurnýja búnað í þeim heilsuræktum sem Fjarðabyggð rekur strax, halda áfram að styðja við íþróttafélög og önnur félög, hækka frístundastyrkinn fyrir börn og ungmenni og halda áfram að auka samstarf og samvinnu á málaflokknum svo fátt eitt sé nefnt. Til þess þurfum við ykkar liðsinni, íbúar góðir, á kjördag 14.maí nk. með því að þið setjið X við B fyrir framtíðina í Fjarðabyggð. Pálína Margeirsdóttir, er bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og skipar 6. sæti á framboðslista Framsóknar í Fjarðabyggð Bjarni Stefán Vilhjálmsson, er verkstjóri og skipar 7. sæti á framboðslista Framsóknar í Fjarðabyggð
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun