Vaktin: Rússar sóttu ekkert fram í dag Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 2. maí 2022 06:51 Lík rússnesks hermanns nærri braki þyrlu sem skotin var niður nærri Makariv í norðurhluta Úkraínu. Getty/Wolfgang Schwan Um hundrað almennum borgurum var bjargað frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól í gær. „Tveir mánuðir af myrkri. Þegar við vorum komin í rútuna sagði ég við eiginmann minn: „Vasya, þurfum við ekki lengur að nota vasaljós til að fara á klósettið?“ segir ein þeirra sem var bjargað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar virðiast ekki hafa reynt að sækja fram á neinni víglínu í Úkraínu í dag. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa gert vel heppnaðar gagnárásir í bæði norðri og suðri. Bandaríkjamenn segjast hafa ábyrgar heimildir fyrir því að Rússar ætli sér að reyna að innlima Donetsk og Luhansk um miðjan maí. Einnig standi til að reyna að innlima Kherson-hérað í suðurhluta Úkraínu. Brottflutningur þeirra borgara sem hafst hafa við í stálverksmiðju í Maríupol gengur hægt. Þau sem hafa verið fluttir á brott þaðan eru afar fegin að vera laus úr byrginu. Oleg Y. Tinkov, stofnandi eins stærsta banka Rússlands, segir líf sitt í hættu eftir að hann gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Tinkov, sem var þá metinn á 9 milljarða dollara, vill ekki gefa upp hvar hann dvelur en segist hafa verið tilneyddur til að selja hlut sinn í Tinkoff eftir að stjórnvöld í Moskvu hótuðu að þjóðnýta bankann í kjölfar gagnrýninnar. Breska varnarmálaráðuneytið segir fjórðung þeirra 120 hersveita sem Rússar sendu til Úkraínu nú óbardagahæfar. Rússar hefðu sent um það bil 65 prósent landhersins til að taka þátt í innrásinni og það muni taka mörg ár að endurnýja liðsaflann. Evrópusambandið er að skoða að hætta olíuviðskiptum við Rússa fyrir árslok. Yfirhershöfðinginn Valery Gerasimov er sagður hafa heimsótt framlínu Rússa í austurhluta Úkraínu í gær. Fregnir herma að skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið hafi Úkraínumenn gert árás á skóla í Izium, sem Rússar voru að nota sem bækistöð. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, mun funda með Andrzej Duda, forseta Póllands, í dag. Pelosi heimsótti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings, segir aðeins tímaspursmál hvenær Joe Biden Bandaríkjaforseti ferðast til Úkraínu. Selenskí segir árásir Rússa á íbúðahverfi og vöruhús þar sem matvæli eru geymd sönnun þess að stríði snúist um útrýmingu Úkraínumanna. Rússar segjast hafa ráðist á flugvöll nærri Odesu á laugardag. Þar hafi þeir eyðilagt flugbraut og flugskýli þar sem Úkraínumenn geymdu vopn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar virðiast ekki hafa reynt að sækja fram á neinni víglínu í Úkraínu í dag. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa gert vel heppnaðar gagnárásir í bæði norðri og suðri. Bandaríkjamenn segjast hafa ábyrgar heimildir fyrir því að Rússar ætli sér að reyna að innlima Donetsk og Luhansk um miðjan maí. Einnig standi til að reyna að innlima Kherson-hérað í suðurhluta Úkraínu. Brottflutningur þeirra borgara sem hafst hafa við í stálverksmiðju í Maríupol gengur hægt. Þau sem hafa verið fluttir á brott þaðan eru afar fegin að vera laus úr byrginu. Oleg Y. Tinkov, stofnandi eins stærsta banka Rússlands, segir líf sitt í hættu eftir að hann gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Tinkov, sem var þá metinn á 9 milljarða dollara, vill ekki gefa upp hvar hann dvelur en segist hafa verið tilneyddur til að selja hlut sinn í Tinkoff eftir að stjórnvöld í Moskvu hótuðu að þjóðnýta bankann í kjölfar gagnrýninnar. Breska varnarmálaráðuneytið segir fjórðung þeirra 120 hersveita sem Rússar sendu til Úkraínu nú óbardagahæfar. Rússar hefðu sent um það bil 65 prósent landhersins til að taka þátt í innrásinni og það muni taka mörg ár að endurnýja liðsaflann. Evrópusambandið er að skoða að hætta olíuviðskiptum við Rússa fyrir árslok. Yfirhershöfðinginn Valery Gerasimov er sagður hafa heimsótt framlínu Rússa í austurhluta Úkraínu í gær. Fregnir herma að skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið hafi Úkraínumenn gert árás á skóla í Izium, sem Rússar voru að nota sem bækistöð. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, mun funda með Andrzej Duda, forseta Póllands, í dag. Pelosi heimsótti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings, segir aðeins tímaspursmál hvenær Joe Biden Bandaríkjaforseti ferðast til Úkraínu. Selenskí segir árásir Rússa á íbúðahverfi og vöruhús þar sem matvæli eru geymd sönnun þess að stríði snúist um útrýmingu Úkraínumanna. Rússar segjast hafa ráðist á flugvöll nærri Odesu á laugardag. Þar hafi þeir eyðilagt flugbraut og flugskýli þar sem Úkraínumenn geymdu vopn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira