Sigurður Gunnar sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi með fjórum félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 15:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson fagnar með Tindastólsliðinu í vetur en hann þekkir það vel að fara langt í úrslitakeppninni. Vísir/Bára Dröfn Það fór ekkert á milli mála að Sigurður Gunnar Þorsteinsson ætlaði sér að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta um helgina. Sigurður Gunnar fór á kostum og átti sinn besta leik í úrslitakeppninni í þar þegar Tindastóll sendi deildarmeistara Njarðvíkur í sumarfrí með 89-83 sigri í Síkinu. Sigurður Gunnar var með 20 stig, 9 fráköst og 8 fiskaðar villur á tæpum 25 mínútum en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar tuttugu stig í Tindastólsbúningnum. Sigurður Gunnar þekkir það vel að komast í úrslitaeinvígið en þetta verður það sjöunda hjá honum á ferlinum. Það sem meira er að nú endurskrifar hann söguna með því að setja merkilegt met. Sigurður Gunnar verður nefnilega sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi í úrslitakeppni karla með fjórum félögum. Jú Stólarnir eru ekki fyrsta liðið sem njóta góðs af því að vera með Sigurð Gunnar í sínu liði. Nökkvi Már Jónsson hefur átt þetta met síðan að hann fór í úrslitin með KR árið 1998. Nökkvi hafði áður farið fjórum sinnum í úrslitaeinvígið með Keflavík og tvisvar með Grindavík. Hann átti eftir að fara í úrslit tvisvar í viðbót með Grindavík. Á árunum 1989 til 1998 náði Nökkvi hins vegar að spila um Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum á aðeins tíu tímabilum. Sigurður Gunnar jafnaði met Nökkva þegar hann komst í úrslitin með ÍR-ingum fyrir þremur árum síðar en ÍR varð þá að sætta sig við tap í oddaleik á móti KR. Sigurður Gunnar hafði aftur á móti náð því að verða Íslandsmeistari með bæði Keflavík (2008) og Grindavík (2012 og 2013) auk þess að fara líka í lokaúrslitin 2010 (með Keflavík) og 2014 (með Grindavík). Nökkvi náði ekki að vinna titilinn með Grindavík eða KR. Það hafa nokkrir leikmenn náð því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með tveimur félögum í úrslitakeppni en enginn hefur gert það með þremur félögum. Sigurður Gunnar fær því tækifæri til að setja annað met í þessari úrslitakeppni takist honum og félögum hans að vinna Valsmenn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar en einvígið hefst núna á föstudagskvöldið kemur. Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Sigurður Gunnar fór á kostum og átti sinn besta leik í úrslitakeppninni í þar þegar Tindastóll sendi deildarmeistara Njarðvíkur í sumarfrí með 89-83 sigri í Síkinu. Sigurður Gunnar var með 20 stig, 9 fráköst og 8 fiskaðar villur á tæpum 25 mínútum en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar tuttugu stig í Tindastólsbúningnum. Sigurður Gunnar þekkir það vel að komast í úrslitaeinvígið en þetta verður það sjöunda hjá honum á ferlinum. Það sem meira er að nú endurskrifar hann söguna með því að setja merkilegt met. Sigurður Gunnar verður nefnilega sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi í úrslitakeppni karla með fjórum félögum. Jú Stólarnir eru ekki fyrsta liðið sem njóta góðs af því að vera með Sigurð Gunnar í sínu liði. Nökkvi Már Jónsson hefur átt þetta met síðan að hann fór í úrslitin með KR árið 1998. Nökkvi hafði áður farið fjórum sinnum í úrslitaeinvígið með Keflavík og tvisvar með Grindavík. Hann átti eftir að fara í úrslit tvisvar í viðbót með Grindavík. Á árunum 1989 til 1998 náði Nökkvi hins vegar að spila um Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum á aðeins tíu tímabilum. Sigurður Gunnar jafnaði met Nökkva þegar hann komst í úrslitin með ÍR-ingum fyrir þremur árum síðar en ÍR varð þá að sætta sig við tap í oddaleik á móti KR. Sigurður Gunnar hafði aftur á móti náð því að verða Íslandsmeistari með bæði Keflavík (2008) og Grindavík (2012 og 2013) auk þess að fara líka í lokaúrslitin 2010 (með Keflavík) og 2014 (með Grindavík). Nökkvi náði ekki að vinna titilinn með Grindavík eða KR. Það hafa nokkrir leikmenn náð því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með tveimur félögum í úrslitakeppni en enginn hefur gert það með þremur félögum. Sigurður Gunnar fær því tækifæri til að setja annað met í þessari úrslitakeppni takist honum og félögum hans að vinna Valsmenn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar en einvígið hefst núna á föstudagskvöldið kemur. Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól
Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit