Telja hestinn hafa verið aflífaðan á mannúðlegan hátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2022 16:29 Níðstöngin sem reist var við Skrauthóla. Aðsend Sérfræðingar Matvælastofnunar telja að hesthöfuð, sem fannst á stöng við Esjurætur á föstudaginn, hafi verið af hesti sem var aflífaður með mannúðlegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Lögregla hefur til rannsóknar níðstöng með hestshaus sem komið var upp við Skrauthóla á föstudaginn. Hjón sem búa á Skrauthólum töldu til að byrja með að um væri að ræða hótun í þeirra garð eftir erfið orðaskipti við nágranna sína hjá Sólsetrinu. Nafnlaus ábending um helgina sneri dæminu á hvolf. Hjónin segja að níðstönginni hafi verið beint að Sólsetrinu vegna meints andlegs ofbeldis og kynferðislegs ofbeldis sem eigi að hafa átt sér stað hjá Sóletrinu. „Það er enginn grunnur, það er enginn sannleikur bak við þessi orð,“ sagði Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins. Í Sólsetrinu fara fram óhefðbundnar athafnir á borð við kakó-, dans- og tantraviðburði. Í tilkynningu MAST segir að aðkoma Matvælastofnunar að rannsókn lögreglu hafi eingöngu miðað að því að kanna hvort vísbendingar væru um að hesturinn hefði verið aflífaður með ólögmætum hætti. „Farið var með hausinn í rannsókn á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að hesturinn hafi verið aflífaður á mannúðlegan hátt, með skoti eða boltabyssu í hausinn,“ segir í tilkynningu MAST. Aðkomu Matvælastofnunar að rannsókninni hvað dýravelferð varðar er lokið. Reykjavík Lögreglumál Deilur á Skrauthólum Tengdar fréttir Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30 Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36 Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38 „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar níðstöng með hestshaus sem komið var upp við Skrauthóla á föstudaginn. Hjón sem búa á Skrauthólum töldu til að byrja með að um væri að ræða hótun í þeirra garð eftir erfið orðaskipti við nágranna sína hjá Sólsetrinu. Nafnlaus ábending um helgina sneri dæminu á hvolf. Hjónin segja að níðstönginni hafi verið beint að Sólsetrinu vegna meints andlegs ofbeldis og kynferðislegs ofbeldis sem eigi að hafa átt sér stað hjá Sóletrinu. „Það er enginn grunnur, það er enginn sannleikur bak við þessi orð,“ sagði Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins. Í Sólsetrinu fara fram óhefðbundnar athafnir á borð við kakó-, dans- og tantraviðburði. Í tilkynningu MAST segir að aðkoma Matvælastofnunar að rannsókn lögreglu hafi eingöngu miðað að því að kanna hvort vísbendingar væru um að hesturinn hefði verið aflífaður með ólögmætum hætti. „Farið var með hausinn í rannsókn á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að hesturinn hafi verið aflífaður á mannúðlegan hátt, með skoti eða boltabyssu í hausinn,“ segir í tilkynningu MAST. Aðkomu Matvælastofnunar að rannsókninni hvað dýravelferð varðar er lokið.
Reykjavík Lögreglumál Deilur á Skrauthólum Tengdar fréttir Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30 Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36 Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38 „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30
Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36
Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38
„Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42