Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2022 19:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir hækkandi stýrivexti koma sér mjög illa fyrir heimilin í landinu. Vísir/Arnar Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“ Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“
Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58
Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31
Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03