Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 21:45 Á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð byggja þeir skemmtigarð og kaffihús á rafstöðvarlóðinni og forstjórinn neitar að gefa upp kostnað við framkvæmdirnar. Arnar Halldórsson Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16