Með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. maí 2022 21:50 Halldór Jóhann, þjálfari Selfyssinga. Vísir/Hulda Margrét Selfoss tapaði í kvöld fyrsta leiknum í einvígi þeirra gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lauk leiknum með ellefu marka sigri Valsmanna eftir algjört hrun í leik Selfoss í síðari hálfleik. Lokatölur 36-25. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, fannst sýnir menn vera etja kappi við töframenn á köflum í síðari hálfleik. „Við töpum bara allt of mörgum boltum í seinni hálfleik. Þeir keyra á okkur og í raun og veru hvað sem þeir gera gengur upp. Ég held þeir hefðu verið með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur. Munurinn lá þar. Við erum með 15 tapaða bolta og ég hugsa að þeir séu ekki með marga tapaða bolta í leiknum. Svo bara klikkum við á skotum og fáum ekki markvörslu hinu megin, bara nokkrir samverkandi þættir í raun og veru. Valsliðið bara frábært, ótrúlega vel skipaðir í öllum stöðum og fljótir að refsa.“ Selfyssingar áttu fínan fyrri hálfleik og voru ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik eftir að hafa leitt leikinn á kafla. „Við teljum okkur alveg geta það, ekki spurning. En það heppnaðist allt upp hjá þeim í kvöld. Það verður að segjast, ótrúleg frammistaða hjá þeim. Mér fannst við vera mjög góðir í 30 til 40 mínútur, en gáfum rosalega mikið eftir. Leikurinn var bara farinn þegar þetta var komið upp í fimm sex mörk. Við náðum ekki þessu áhlaupi sem við ætluðum okkur, þarna seinni hluta seinni hálfleiks köstuðum svolítið inn handklæðinu. Gáfum ungum strákum mikilvægar mínútur.“ Þetta er annað stóra tapið hjá Selfyssingum gegn Val á skömmum tíma. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, telur það þó ekki hafa nein teljandi áhrif á sína menn. „Ég held það hafi engin áhrif, þannig sko. Auðvitað er alltaf vont að tapa stórt og allt það, en við vitum alveg hvað við getum í handbolta og vitum alveg hverslags íþróttamenn og karakterar við erum. Við þurfum bara að koma og sýna það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, fannst sýnir menn vera etja kappi við töframenn á köflum í síðari hálfleik. „Við töpum bara allt of mörgum boltum í seinni hálfleik. Þeir keyra á okkur og í raun og veru hvað sem þeir gera gengur upp. Ég held þeir hefðu verið með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur. Munurinn lá þar. Við erum með 15 tapaða bolta og ég hugsa að þeir séu ekki með marga tapaða bolta í leiknum. Svo bara klikkum við á skotum og fáum ekki markvörslu hinu megin, bara nokkrir samverkandi þættir í raun og veru. Valsliðið bara frábært, ótrúlega vel skipaðir í öllum stöðum og fljótir að refsa.“ Selfyssingar áttu fínan fyrri hálfleik og voru ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik eftir að hafa leitt leikinn á kafla. „Við teljum okkur alveg geta það, ekki spurning. En það heppnaðist allt upp hjá þeim í kvöld. Það verður að segjast, ótrúleg frammistaða hjá þeim. Mér fannst við vera mjög góðir í 30 til 40 mínútur, en gáfum rosalega mikið eftir. Leikurinn var bara farinn þegar þetta var komið upp í fimm sex mörk. Við náðum ekki þessu áhlaupi sem við ætluðum okkur, þarna seinni hluta seinni hálfleiks köstuðum svolítið inn handklæðinu. Gáfum ungum strákum mikilvægar mínútur.“ Þetta er annað stóra tapið hjá Selfyssingum gegn Val á skömmum tíma. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, telur það þó ekki hafa nein teljandi áhrif á sína menn. „Ég held það hafi engin áhrif, þannig sko. Auðvitað er alltaf vont að tapa stórt og allt það, en við vitum alveg hvað við getum í handbolta og vitum alveg hverslags íþróttamenn og karakterar við erum. Við þurfum bara að koma og sýna það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10