Hildur ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2022 15:29 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborðinu á Vísi í gær. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni. Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17
Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31