Myndskeið af tveimur mönnum, sem virtust starfsmenn líkhúss, að setja manninn í líkpoka upp í líkbíl fór í dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum á sunnudag. Síðar í myndbandinu sjást starfsmennirnir opna pokann og annar þeirra heyrist segja að sjúklingurin sé enn á lífi.
Málið hefur verið harðlega gagnrýnt á kínverskum samfélagsmiðlum og yfirvöld í Putuo-hverfi í Sjanghæ staðfestu að atvikið hafi átt sér stað í gær. Fram kom í yfirlýsingu frá þeim að maðurinn hafi verið sendur á sjúkrahúsið í kjölfarið og að ástand hans væri stöðugt.
Þá sögðu þau að fimm opinberir starfsmenn og einn læknir séu til rannsóknar vegna málsins. Fjórir hafa verið reknir, þar á meðal háttsettir embættismenn og stjórnandi elliheimilisins. Þá hafi læknaleifi eins læknis verið afturkallað tímabundið.
A senior citizen was mistaken for dead by staff at an elderly care centre and sent to the morgue. He has since been taken back to the hospital and is in stable condition. pic.twitter.com/djNSgz77LV
— South China Morning Post (@SCMPNews) May 3, 2022