Erlent

Sendur lifandi í líkhúsið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var kominn í líkpoka og hálfa leið upp í líkbíl en reyndist á lífi.
Maðurinn var kominn í líkpoka og hálfa leið upp í líkbíl en reyndist á lífi. Skjáskot

Fjórum opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum eftir að aldraður maður á hjúkrunarheimili í Sjanghæ reyndist á lífi, eftir að hann hafði verið settur upp í líkbíl. 

Myndskeið af tveimur mönnum, sem virtust starfsmenn líkhúss, að setja manninn í líkpoka upp í líkbíl fór í dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum á sunnudag. Síðar í myndbandinu sjást starfsmennirnir opna pokann og annar þeirra heyrist segja að sjúklingurin sé enn á lífi. 

Málið hefur verið harðlega gagnrýnt á kínverskum samfélagsmiðlum og yfirvöld í Putuo-hverfi í Sjanghæ staðfestu að atvikið hafi átt sér stað í gær. Fram kom í yfirlýsingu frá þeim að maðurinn hafi verið sendur á sjúkrahúsið í kjölfarið og að ástand hans væri stöðugt. 

Þá sögðu þau að fimm opinberir starfsmenn og einn læknir séu til rannsóknar vegna málsins. Fjórir hafa verið reknir, þar á meðal háttsettir embættismenn og stjórnandi elliheimilisins. Þá hafi læknaleifi eins læknis verið afturkallað tímabundið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×