Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2022 06:37 Efnt var til mótmæla út um allt land í gær og gera má ráð fyrir að málið verði afar fyrirferðamikið í umræðum fyrir næstu kosningar, sama hvernig fer. AP/Ringo H.W. Chiu Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. John G. Roberts, forseti hæstaréttar, sagði að rannsókn myndi fara fram á lekanum, sem er fordæmalaus í sögu dómstólsins. Skjalinu var dreift til hæstaréttardómaranna í febrúar á þessu ári en svo virðist sem meirihlutaálitið njóti stuðnings að minnsta kosti fimm af níu dómurum, þeirra sem voru skipaðir þegar repúblikani var við völd í Hvíta húsinu. Óvíst er um afstöðu Roberts, sem var skipaður af George W. Bush. Roberts ítrekaði í yfirlýsingu að um vinnuskjal væri að ræða og sagði að lekinn yrði rannsakaður. Umrætt mál sem liggur fyrir réttinum varðar nýja löggjöf í Mississippi, sem kveður á um bann gegn þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Lögin voru öðrum þræði samþykkt til höfuðs niðurstöðunni í prófmálinu Roe gegn Wade, þar sem hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á sínum tíma var það viðmið bundið við 28 vikur en er nú, vegna framfara í læknavísindunum, áætlað í kringum 24 vikur. Ef marka má drögin sem láku í fyrradag, og Politico birti, hyggst meirihluti hæstaréttar víkja frá því fordæmi sem var sett með Roe gegn Wade árið 1973. Í álitinu segir meðal annars að ákvörðunin í Roe hefði verið röng í grundvallaratriðum og það væri tímabært að færa valdið til að ákvarða rétt kvenna til fóstureyðinga aftur til löggjafans í einstaka ríkjum. I believe that a woman s right to choose is fundamental. Roe has been the law of the land for almost fifty years, and basic fairness and the stability of our law demand that it not be overturned.We will be ready when any ruling is issued.— Joe Biden (@JoeBiden) May 3, 2022 Um leið og fregnir bárust af álitsdrögunum var efnt til mótmæla um allt land. Samskiptamiðlar endurspegluðu vel hversu klofin bandaríska þjóðin er í málinu, jafnvel þótt meirihluti sé fylgjandi því að konur eigi að hafa lokaorðið um eigin líkama. Ríkisstjórar og aðrir ráðamenn hétu því að fylgja málinu eftir; demókratar með því að lögfesta Roe gegn Wade en repúblikanar með því að hvíla ekki fyrr en þungunarrof hefðu verið bönnuð á landsvísu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í lögum. Til þess þyrfti þó fleiri vilhalla þingmenn. Þá ítrekaði hann að ef þetta yrði niðurstaða hæstaréttar, yrði það undir kjósendum komið að standa vörð um rétt kvenna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
John G. Roberts, forseti hæstaréttar, sagði að rannsókn myndi fara fram á lekanum, sem er fordæmalaus í sögu dómstólsins. Skjalinu var dreift til hæstaréttardómaranna í febrúar á þessu ári en svo virðist sem meirihlutaálitið njóti stuðnings að minnsta kosti fimm af níu dómurum, þeirra sem voru skipaðir þegar repúblikani var við völd í Hvíta húsinu. Óvíst er um afstöðu Roberts, sem var skipaður af George W. Bush. Roberts ítrekaði í yfirlýsingu að um vinnuskjal væri að ræða og sagði að lekinn yrði rannsakaður. Umrætt mál sem liggur fyrir réttinum varðar nýja löggjöf í Mississippi, sem kveður á um bann gegn þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Lögin voru öðrum þræði samþykkt til höfuðs niðurstöðunni í prófmálinu Roe gegn Wade, þar sem hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á sínum tíma var það viðmið bundið við 28 vikur en er nú, vegna framfara í læknavísindunum, áætlað í kringum 24 vikur. Ef marka má drögin sem láku í fyrradag, og Politico birti, hyggst meirihluti hæstaréttar víkja frá því fordæmi sem var sett með Roe gegn Wade árið 1973. Í álitinu segir meðal annars að ákvörðunin í Roe hefði verið röng í grundvallaratriðum og það væri tímabært að færa valdið til að ákvarða rétt kvenna til fóstureyðinga aftur til löggjafans í einstaka ríkjum. I believe that a woman s right to choose is fundamental. Roe has been the law of the land for almost fifty years, and basic fairness and the stability of our law demand that it not be overturned.We will be ready when any ruling is issued.— Joe Biden (@JoeBiden) May 3, 2022 Um leið og fregnir bárust af álitsdrögunum var efnt til mótmæla um allt land. Samskiptamiðlar endurspegluðu vel hversu klofin bandaríska þjóðin er í málinu, jafnvel þótt meirihluti sé fylgjandi því að konur eigi að hafa lokaorðið um eigin líkama. Ríkisstjórar og aðrir ráðamenn hétu því að fylgja málinu eftir; demókratar með því að lögfesta Roe gegn Wade en repúblikanar með því að hvíla ekki fyrr en þungunarrof hefðu verið bönnuð á landsvísu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í lögum. Til þess þyrfti þó fleiri vilhalla þingmenn. Þá ítrekaði hann að ef þetta yrði niðurstaða hæstaréttar, yrði það undir kjósendum komið að standa vörð um rétt kvenna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira