Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2022 06:37 Efnt var til mótmæla út um allt land í gær og gera má ráð fyrir að málið verði afar fyrirferðamikið í umræðum fyrir næstu kosningar, sama hvernig fer. AP/Ringo H.W. Chiu Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. John G. Roberts, forseti hæstaréttar, sagði að rannsókn myndi fara fram á lekanum, sem er fordæmalaus í sögu dómstólsins. Skjalinu var dreift til hæstaréttardómaranna í febrúar á þessu ári en svo virðist sem meirihlutaálitið njóti stuðnings að minnsta kosti fimm af níu dómurum, þeirra sem voru skipaðir þegar repúblikani var við völd í Hvíta húsinu. Óvíst er um afstöðu Roberts, sem var skipaður af George W. Bush. Roberts ítrekaði í yfirlýsingu að um vinnuskjal væri að ræða og sagði að lekinn yrði rannsakaður. Umrætt mál sem liggur fyrir réttinum varðar nýja löggjöf í Mississippi, sem kveður á um bann gegn þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Lögin voru öðrum þræði samþykkt til höfuðs niðurstöðunni í prófmálinu Roe gegn Wade, þar sem hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á sínum tíma var það viðmið bundið við 28 vikur en er nú, vegna framfara í læknavísindunum, áætlað í kringum 24 vikur. Ef marka má drögin sem láku í fyrradag, og Politico birti, hyggst meirihluti hæstaréttar víkja frá því fordæmi sem var sett með Roe gegn Wade árið 1973. Í álitinu segir meðal annars að ákvörðunin í Roe hefði verið röng í grundvallaratriðum og það væri tímabært að færa valdið til að ákvarða rétt kvenna til fóstureyðinga aftur til löggjafans í einstaka ríkjum. I believe that a woman s right to choose is fundamental. Roe has been the law of the land for almost fifty years, and basic fairness and the stability of our law demand that it not be overturned.We will be ready when any ruling is issued.— Joe Biden (@JoeBiden) May 3, 2022 Um leið og fregnir bárust af álitsdrögunum var efnt til mótmæla um allt land. Samskiptamiðlar endurspegluðu vel hversu klofin bandaríska þjóðin er í málinu, jafnvel þótt meirihluti sé fylgjandi því að konur eigi að hafa lokaorðið um eigin líkama. Ríkisstjórar og aðrir ráðamenn hétu því að fylgja málinu eftir; demókratar með því að lögfesta Roe gegn Wade en repúblikanar með því að hvíla ekki fyrr en þungunarrof hefðu verið bönnuð á landsvísu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í lögum. Til þess þyrfti þó fleiri vilhalla þingmenn. Þá ítrekaði hann að ef þetta yrði niðurstaða hæstaréttar, yrði það undir kjósendum komið að standa vörð um rétt kvenna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
John G. Roberts, forseti hæstaréttar, sagði að rannsókn myndi fara fram á lekanum, sem er fordæmalaus í sögu dómstólsins. Skjalinu var dreift til hæstaréttardómaranna í febrúar á þessu ári en svo virðist sem meirihlutaálitið njóti stuðnings að minnsta kosti fimm af níu dómurum, þeirra sem voru skipaðir þegar repúblikani var við völd í Hvíta húsinu. Óvíst er um afstöðu Roberts, sem var skipaður af George W. Bush. Roberts ítrekaði í yfirlýsingu að um vinnuskjal væri að ræða og sagði að lekinn yrði rannsakaður. Umrætt mál sem liggur fyrir réttinum varðar nýja löggjöf í Mississippi, sem kveður á um bann gegn þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Lögin voru öðrum þræði samþykkt til höfuðs niðurstöðunni í prófmálinu Roe gegn Wade, þar sem hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á sínum tíma var það viðmið bundið við 28 vikur en er nú, vegna framfara í læknavísindunum, áætlað í kringum 24 vikur. Ef marka má drögin sem láku í fyrradag, og Politico birti, hyggst meirihluti hæstaréttar víkja frá því fordæmi sem var sett með Roe gegn Wade árið 1973. Í álitinu segir meðal annars að ákvörðunin í Roe hefði verið röng í grundvallaratriðum og það væri tímabært að færa valdið til að ákvarða rétt kvenna til fóstureyðinga aftur til löggjafans í einstaka ríkjum. I believe that a woman s right to choose is fundamental. Roe has been the law of the land for almost fifty years, and basic fairness and the stability of our law demand that it not be overturned.We will be ready when any ruling is issued.— Joe Biden (@JoeBiden) May 3, 2022 Um leið og fregnir bárust af álitsdrögunum var efnt til mótmæla um allt land. Samskiptamiðlar endurspegluðu vel hversu klofin bandaríska þjóðin er í málinu, jafnvel þótt meirihluti sé fylgjandi því að konur eigi að hafa lokaorðið um eigin líkama. Ríkisstjórar og aðrir ráðamenn hétu því að fylgja málinu eftir; demókratar með því að lögfesta Roe gegn Wade en repúblikanar með því að hvíla ekki fyrr en þungunarrof hefðu verið bönnuð á landsvísu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í lögum. Til þess þyrfti þó fleiri vilhalla þingmenn. Þá ítrekaði hann að ef þetta yrði niðurstaða hæstaréttar, yrði það undir kjósendum komið að standa vörð um rétt kvenna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira