Innlent

Til­kynnt um líkams­á­rás í Grafar­holti

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um klukkan tvö í nótt vegna líkamsárásar í Grafarholti.

Frá þessu segir í dagbók lögreglu. Segir að um minniháttar meiðsli hafi verið að ræða og málið afgreitt á vettvangi.

Í tilkynningu lögreglu segir einnig að um klukkan 22 hafi verið tilkynnt um eignarspjöll í Grafarholti og hafi gerendur verið handteknir og málið afgreitt á lögreglustöð.

Um klukkan 23 var tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í hverfi 105. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var hún handtekin og mun gista fangageymslu þar til að rennur af henni, líkt og segir í dagbók lögreglu.

Um klukkan 20:30 var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hverfi 108. Ekki reyndist um innbrot að ræða heldur óvelkominn maður á staðnum og var honum vísað á brott.

Lögregla sinnti einnig öðrum verkefnum í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna barna sem voru að leika sér uppi á þaki í hverfi 203 í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×