Viðskipti innlent

Bein út­sending: Seðla­bankinn rök­styður stýri­vaxta­hækkunina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórarinn G. Pétursson, Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson munu fara yfir ákvörðun peningastefnunefndar.
Þórarinn G. Pétursson, Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson munu fara yfir ákvörðun peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%.

Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns nefndarinnar og Þórarinn G. Péturssonar, aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar, fara yfir þau rök sem að baki liggja og svara spurningum fjölmiðla og fjármálafyrirtækja.

Horfa má útsendinguna hér fyrir neðan.

Í yfirlýsingu peniningastefnunefndar bankans frá í morgun segir að horfur séu á að verðbólga, sem mælist nú 7,2 prósent, aukist í rúmlega átta prósent á þriðja ársfjórðungi.

„Peningastefnunefnd telur líklegt að herða þurfi taumhald peningastefnunnar enn frekar á næstu mánuðum til að tryggja að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara,“ segir í tilkynningunni frá Seðlabankanum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×