Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 12:24 Kristrún Frostadóttir segir það grátlegt, í ljósi hækkandi verðbólgu, að ríkisstjórnin hafi hummað fram af sér allar ábendingar um blikur á lofti. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. Eins og fram kom í morgun ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti um eitt prósent í þeirri von að það slái á verðbólgu. Bankinn hefur snarhækkað verðbólguspá sína. Kristrún segir að þau í Samfylkingu hafi barist fyrir aðgerðum vegna verðbólguþrýstings allt frá í febrúar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Hún birtir skjáskot af fjölda athugasemda þar um sem hún hefur birt á Facebook-vegg sínum á undanförnum mánuðum. „Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin hummað þetta fram af sér. Þau treysta sér ekki til að beita virkri velferðarstjórn til að koma í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis, vaxtabætur og barnabætur myndu draga úr launaþrýstingi í komandi kjaraviðræðum enda eru slík úrræði til þess fallin að styðja við ráðstöfunartekjur fólks,“ segir Kristrún. Þingmaðurinn segir að í staðinn fyrir að grípa til slíkra aðgerða hafi ríkisstjórnin boðað 2 milljarða króna niðurskurð í uppbyggingu húsnæðis í fjármálaáætlun til 2026. Það sé á sama tíma og vaxtabætur fjari út og verðgildi barnabóta fjarlægist óðfluga það sem þekkist á Norðurlöndum. „7,2 prósent verðbólga og tug prósenta hækkun húsnæðisverðs er ekki óhjákvæmileg staða og ekki náttúrulögmál - þetta er mannanna verk,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eins og fram kom í morgun ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti um eitt prósent í þeirri von að það slái á verðbólgu. Bankinn hefur snarhækkað verðbólguspá sína. Kristrún segir að þau í Samfylkingu hafi barist fyrir aðgerðum vegna verðbólguþrýstings allt frá í febrúar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Hún birtir skjáskot af fjölda athugasemda þar um sem hún hefur birt á Facebook-vegg sínum á undanförnum mánuðum. „Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin hummað þetta fram af sér. Þau treysta sér ekki til að beita virkri velferðarstjórn til að koma í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis, vaxtabætur og barnabætur myndu draga úr launaþrýstingi í komandi kjaraviðræðum enda eru slík úrræði til þess fallin að styðja við ráðstöfunartekjur fólks,“ segir Kristrún. Þingmaðurinn segir að í staðinn fyrir að grípa til slíkra aðgerða hafi ríkisstjórnin boðað 2 milljarða króna niðurskurð í uppbyggingu húsnæðis í fjármálaáætlun til 2026. Það sé á sama tíma og vaxtabætur fjari út og verðgildi barnabóta fjarlægist óðfluga það sem þekkist á Norðurlöndum. „7,2 prósent verðbólga og tug prósenta hækkun húsnæðisverðs er ekki óhjákvæmileg staða og ekki náttúrulögmál - þetta er mannanna verk,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30