Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2022 11:40 Norska ríkisorkufyrirtækið hefur stórgrætt á gashækkunum. Getty/STR/NurPhoto Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Norska ríkisorkufyrirtækið Equinor skilaði 18 milljarða bandaríkjadala hagnaði fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur hann aldrei verið hærri á einum ársfjórðungi. Samsvarar upphæðin um 2.352 milljörðum íslenskra króna en til samanburðar nema áætluð heildarútgjöld íslenska ríkisins í fjárlögum þessa árs um 1.218 milljörðum króna. Hagnaður Equinor meira en fjórfaldaðist frá sama tíma í fyrra þegar hann nam 4,1 milljarði bandaríkjadala fyrir skatta. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 5,18 milljörðum bandaríkjadala. Gasverð Equinor hefur meira en fjórfaldast milli ára og hefur það skilað sér í því að jarðgas hefur nú tekið fram úr hráolíu sem arðvænlegasta söluvara fyrirtækisins. Að mati greindanda spilar þar þátt örvænting Evrópuþjóða sem hafi keppst við að fylla á gasbirgðir sínar en óttast er að stríðsátökin í Úkraínu muni leiða til takmarkaðri aðgangs að rússnesku gasi. Hagnaður Shell þrefaldast Bresk-hollenska orkufyrirtækið Shell skilaði sömuleiðis methagnaði á fyrsta þremur mánuðum ársins og var afkoma félagsins jákvæð um 9,13 milljarða bandaríkjadali, eða jafnvirði um 1.193 milljarða íslenskra króna. Hefur hagnaður Shell þrefaldast milli ára en það skilaði 3,2 milljarða bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili árið 2021. Auk Shell og Equinor hefur breska orkufyrirtækið BP og hið franska TotalEnergies greint frá stórauknum hagnaði á síðustu dögum. Shell segir að það hafi kostað félagið 3,9 milljarða bandaríkjadali að enda alla aðild að starfsemi í rússneska olíu- og gasiðnaðinum í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Stöðugar hækkanir Stríðið í Úkraínu hefur ýtt undir hækkanir á mörkuðum fyrir olíu og gas en Rússlands er eitt af stærstu útflutningsríkjum jarðefnaeldsneytis. Á sama tíma hafa stjórnvöld á Vesturlöndum boðað að þau hyggist draga úr kaupum á rússneskri orku. Olíuverð var byrjað að hækka áður en stríðið hófst þegar efnahagskerfi ríkja byrjuðu að taka við sér eftir heimsfaraldur Covid-19 en innrás Rússa virkaði sem olía á eldinn. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ben van Beurden, forstjóra Shell, að stríðið í Úkraínu hafi valdið miklum truflunum á alþjóðlegum orkumörkuðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Norska ríkisorkufyrirtækið Equinor skilaði 18 milljarða bandaríkjadala hagnaði fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur hann aldrei verið hærri á einum ársfjórðungi. Samsvarar upphæðin um 2.352 milljörðum íslenskra króna en til samanburðar nema áætluð heildarútgjöld íslenska ríkisins í fjárlögum þessa árs um 1.218 milljörðum króna. Hagnaður Equinor meira en fjórfaldaðist frá sama tíma í fyrra þegar hann nam 4,1 milljarði bandaríkjadala fyrir skatta. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 5,18 milljörðum bandaríkjadala. Gasverð Equinor hefur meira en fjórfaldast milli ára og hefur það skilað sér í því að jarðgas hefur nú tekið fram úr hráolíu sem arðvænlegasta söluvara fyrirtækisins. Að mati greindanda spilar þar þátt örvænting Evrópuþjóða sem hafi keppst við að fylla á gasbirgðir sínar en óttast er að stríðsátökin í Úkraínu muni leiða til takmarkaðri aðgangs að rússnesku gasi. Hagnaður Shell þrefaldast Bresk-hollenska orkufyrirtækið Shell skilaði sömuleiðis methagnaði á fyrsta þremur mánuðum ársins og var afkoma félagsins jákvæð um 9,13 milljarða bandaríkjadali, eða jafnvirði um 1.193 milljarða íslenskra króna. Hefur hagnaður Shell þrefaldast milli ára en það skilaði 3,2 milljarða bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili árið 2021. Auk Shell og Equinor hefur breska orkufyrirtækið BP og hið franska TotalEnergies greint frá stórauknum hagnaði á síðustu dögum. Shell segir að það hafi kostað félagið 3,9 milljarða bandaríkjadali að enda alla aðild að starfsemi í rússneska olíu- og gasiðnaðinum í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Stöðugar hækkanir Stríðið í Úkraínu hefur ýtt undir hækkanir á mörkuðum fyrir olíu og gas en Rússlands er eitt af stærstu útflutningsríkjum jarðefnaeldsneytis. Á sama tíma hafa stjórnvöld á Vesturlöndum boðað að þau hyggist draga úr kaupum á rússneskri orku. Olíuverð var byrjað að hækka áður en stríðið hófst þegar efnahagskerfi ríkja byrjuðu að taka við sér eftir heimsfaraldur Covid-19 en innrás Rússa virkaði sem olía á eldinn. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ben van Beurden, forstjóra Shell, að stríðið í Úkraínu hafi valdið miklum truflunum á alþjóðlegum orkumörkuðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira