Elliðaárstöð brumar Birna Bragadóttir skrifar 5. maí 2022 13:00 Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík HönnunarMars Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun