Úkraínuforseti segir að Rússum verði refsað fyrir dómstólum og á vígvellinum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2022 20:31 Rússar hafa beint spjótum sínum að Azovstal að undanförnu, síðasta vígi Úkraínumanna í Mariupol. AP Photo/Alexei Alexandrov Rússar hafa haldið uppi sprengjuárásum á Azov stáliðjuverið í þrjá sólarhringa samfleytt og komið í veg fyrir að fleiri óbreyttir borgarar komist þaðan. Úkraínuforseti segir Rússa verða látna svara fyrir glæpi sína fyrir dómstólum og á vígvellinum en hann ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Stríðinu í Úkraínu er langt í frá lokið. Það er barist af mikilli hörku í Donbas héraði sem Rússar vilja kljúfa frá landinu. Herforingi Úkraínumanna í Azov stáliðjuverinu í Mariupol þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefst enn við segir Rússa hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á verið. Sviatoslav Palamar aðstoðar yfirmaður Úkraínuhers í stáliðjuverinu segir aðstæður þar hryllilegar. Myndir af sprengjum sem féllu á Azovstal.AP/Donetsk People's Republic Interior Ministry „Varnarlið borgarinnar hefur nú barist í 71 dag við ofurefli óvinahersins. Liðsmenn sýna slíka þrautseigju og hetjuskap að gervöll Úkraína þarf að vita hvað felst í því að sýna föðurlandinu hollustu,“ sagði Palamar í myndbandsávarpi sem sent var úr verinu. Enn á ný hafi Rússar svikið loforð um hlé á árásum og öruggan brottflutning fólks sem hafist við í kjöllurum og neðanjarðargögnum stáliðjuversins. „Við biðlum til þjóða heims að veita aðstoð við brottflutning borgara og ég bið foringja á vettvangi lengstra orða að annast vel um særða hermenn sem heyja dauðastríð sitt í angist. Nauðsynlegt er að fá tækifæri til að sækja lík hermanna svo Úkraínumenn geti kvatt hetjurnar sínar,“ sagði Palamar. Rússar brjóti allar siðareglur, sáttmála og lög og gangi milli bols og höfuðs á bæði hermönnum og óbreyttum borgurum. Zelenskyy mun ávarpa Alþingi Íslendinga á morgun.AP/Ukrainian Presidential Press Office Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að þótt nokkrar bandalagsþjóðir NATO hafi stutt Úkraínumenn dyggilega hafi bandalagið sjálft ekki þorað að styðja landið af ótta við Rússa. Þeir óttist hins vegar ekki Rússa. Úkraínumenn þurfi meira af vestrænum vopnum, skriðdreka og eldflaugaskotpalla. „Við getum ekki lengur treyst á hergögn frá tímum Sovétríkjanna í Úkraínu. Það er algjörlega útilokað,“ segir utanríkisráðherrann. Volodymyr Zelenskyy forseti ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Hann segir Rússa halda uppi stöðugum árásum á fjölmargar borgir í austur og suðurhluta landsins. „Menn munu svara til saka fyrir alla þessa glæpi, bæði lögformlega og á vígvellinum,“ segir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Stríðinu í Úkraínu er langt í frá lokið. Það er barist af mikilli hörku í Donbas héraði sem Rússar vilja kljúfa frá landinu. Herforingi Úkraínumanna í Azov stáliðjuverinu í Mariupol þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefst enn við segir Rússa hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á verið. Sviatoslav Palamar aðstoðar yfirmaður Úkraínuhers í stáliðjuverinu segir aðstæður þar hryllilegar. Myndir af sprengjum sem féllu á Azovstal.AP/Donetsk People's Republic Interior Ministry „Varnarlið borgarinnar hefur nú barist í 71 dag við ofurefli óvinahersins. Liðsmenn sýna slíka þrautseigju og hetjuskap að gervöll Úkraína þarf að vita hvað felst í því að sýna föðurlandinu hollustu,“ sagði Palamar í myndbandsávarpi sem sent var úr verinu. Enn á ný hafi Rússar svikið loforð um hlé á árásum og öruggan brottflutning fólks sem hafist við í kjöllurum og neðanjarðargögnum stáliðjuversins. „Við biðlum til þjóða heims að veita aðstoð við brottflutning borgara og ég bið foringja á vettvangi lengstra orða að annast vel um særða hermenn sem heyja dauðastríð sitt í angist. Nauðsynlegt er að fá tækifæri til að sækja lík hermanna svo Úkraínumenn geti kvatt hetjurnar sínar,“ sagði Palamar. Rússar brjóti allar siðareglur, sáttmála og lög og gangi milli bols og höfuðs á bæði hermönnum og óbreyttum borgurum. Zelenskyy mun ávarpa Alþingi Íslendinga á morgun.AP/Ukrainian Presidential Press Office Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að þótt nokkrar bandalagsþjóðir NATO hafi stutt Úkraínumenn dyggilega hafi bandalagið sjálft ekki þorað að styðja landið af ótta við Rússa. Þeir óttist hins vegar ekki Rússa. Úkraínumenn þurfi meira af vestrænum vopnum, skriðdreka og eldflaugaskotpalla. „Við getum ekki lengur treyst á hergögn frá tímum Sovétríkjanna í Úkraínu. Það er algjörlega útilokað,“ segir utanríkisráðherrann. Volodymyr Zelenskyy forseti ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Hann segir Rússa halda uppi stöðugum árásum á fjölmargar borgir í austur og suðurhluta landsins. „Menn munu svara til saka fyrir alla þessa glæpi, bæði lögformlega og á vígvellinum,“ segir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira