Krefst viðbragða Flokks fólksins vegna níðgreinar um Snorra Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2022 14:12 Ásgeir Ólafsson Lie (t.v.) vill að frambjóðendur og þingmaður Flokks fólksins fordæmi grein sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson (t.h.) skrifaði um Kattaframboðið og oddvita þess, Snorra Ásmundsson. Aðsend Frambjóðandi Kattaframboðsins vill að þrír frambjóðendur Flokks fólksins og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, fordæmi grein sem birtist á vef Akureyri.net í gærkvöldi. Í gærkvöldi birti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skoðanagrein á Akureyri.net með heitið „Sérkennilegt framboð“. Framboðið sem Hjörleifi finnst svona sérkennilegt er Kattaframboðið sem býður sig fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Brottfluttur spjátrungur Snorri Ásmundsson er oddviti Kattaframboðsins og bendir Hjörleifur á það að Snorri sé brottfluttur Akureyringur og kallar hann spjátrung. „Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ,“ segir Hjörleifur sem sjálfur skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum. Honum finnst það illskiljanlegt að Akureyringar skuli ánetjast „þessu bulli í spjátrungnumׅ Snorra“ þar sem tekjur Snorra séu heldur rýrar. Vill fordæmingu á níðgreininni Ásgeir Ólafsson Lie, sem skipar annað sætið á lista Kattaframboðsins, svarar grein Hjörleifs með opnu bréfi sem hann birtir einnig á Akureyri.net. Hann segir Hjörleif níða oddvita Kattaframboðsins. „Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólitíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?,“ segir Ásgeir. Hann skorar á þrjá efstu frambjóðendur Flokks fólksins og þingmann flokksins í Norðausturkjördæmi, Jakob Frímann Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma „níðgrein“ Hjörleifs. „Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.“ Margir óákveðnir Níu flokkar eru í framboði á Akureyri og keppast um ellefu bæjarfulltrúasæti. Samkvæmt nýjustu könnun RHA mælist Flokkur fólksins með 11,3% og Kattaframboðið með 7,8% á Akureyri. Mikill fjöldi Akureyringa er þó óákveðinn en 31,3% þeirra sem svöruðu könnun RHA segjast ekki hafa ákveðið sig enn. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Flokkur fólksins Tengdar fréttir Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Í gærkvöldi birti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skoðanagrein á Akureyri.net með heitið „Sérkennilegt framboð“. Framboðið sem Hjörleifi finnst svona sérkennilegt er Kattaframboðið sem býður sig fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Brottfluttur spjátrungur Snorri Ásmundsson er oddviti Kattaframboðsins og bendir Hjörleifur á það að Snorri sé brottfluttur Akureyringur og kallar hann spjátrung. „Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ,“ segir Hjörleifur sem sjálfur skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum. Honum finnst það illskiljanlegt að Akureyringar skuli ánetjast „þessu bulli í spjátrungnumׅ Snorra“ þar sem tekjur Snorra séu heldur rýrar. Vill fordæmingu á níðgreininni Ásgeir Ólafsson Lie, sem skipar annað sætið á lista Kattaframboðsins, svarar grein Hjörleifs með opnu bréfi sem hann birtir einnig á Akureyri.net. Hann segir Hjörleif níða oddvita Kattaframboðsins. „Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólitíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?,“ segir Ásgeir. Hann skorar á þrjá efstu frambjóðendur Flokks fólksins og þingmann flokksins í Norðausturkjördæmi, Jakob Frímann Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma „níðgrein“ Hjörleifs. „Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.“ Margir óákveðnir Níu flokkar eru í framboði á Akureyri og keppast um ellefu bæjarfulltrúasæti. Samkvæmt nýjustu könnun RHA mælist Flokkur fólksins með 11,3% og Kattaframboðið með 7,8% á Akureyri. Mikill fjöldi Akureyringa er þó óákveðinn en 31,3% þeirra sem svöruðu könnun RHA segjast ekki hafa ákveðið sig enn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Flokkur fólksins Tengdar fréttir Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53