Alba með stoðsendingu og sigurmark fyrir Börsunga Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 21:18 Jordi Alba fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Barcelona í kvöld. Vísir/Getty Ansu Fati náði forystunni fyrir Katalóníuliðið á 76. mínútu leiksins en hann var þá nýkominn inná sem varamaður fyrir Ferran Torres. Alba lagði upp markið fyrir Fati. Real Betis sem er í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð jafnaði metin þremur mínútum síðar en þar var að verki Marc Bartra, fyrrverandi leikmaður Barcelona. Þegar uppbótartíma leiksins var að ljúka skoraði Alba sigurmarkið og dramatískur sigur Barcelona staðreynd. Barcelona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni næsta vetur með þessum sigri en liðið hefur níu stiga forskot á Real Betis sem er í fimmta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Real Betis eygir hins vegar enn von um að enda í fjórða sæti og komast í Meistaradeildina. Betis-menn eru þremur stigum á eftir Atlético Madrid en Madrídarliðið á leik til góða. Ansu Fati var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn eftir að hafa komið inn af bekknum. Vísir/Getty Spænski boltinn
Ansu Fati náði forystunni fyrir Katalóníuliðið á 76. mínútu leiksins en hann var þá nýkominn inná sem varamaður fyrir Ferran Torres. Alba lagði upp markið fyrir Fati. Real Betis sem er í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð jafnaði metin þremur mínútum síðar en þar var að verki Marc Bartra, fyrrverandi leikmaður Barcelona. Þegar uppbótartíma leiksins var að ljúka skoraði Alba sigurmarkið og dramatískur sigur Barcelona staðreynd. Barcelona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni næsta vetur með þessum sigri en liðið hefur níu stiga forskot á Real Betis sem er í fimmta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Real Betis eygir hins vegar enn von um að enda í fjórða sæti og komast í Meistaradeildina. Betis-menn eru þremur stigum á eftir Atlético Madrid en Madrídarliðið á leik til góða. Ansu Fati var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn eftir að hafa komið inn af bekknum. Vísir/Getty
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti