Umfjöllun og viðtöl: KR - KA 0-0 | KR komst ekkert áleiðis gegn vörn KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:20 Kjartan Henry Finnbogason kom mikið við sögu í leik KR og KA. vísir/Hulda Margrét KR og KA gerðu markalaust jafntefli á Meistaravöllum í 4. umferð Bestu deildar karla í dag. KR-ingar eru án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum og hafa bara skorað eitt mark í þeim. Þeir voru manni fleiri frá 36. mínútu þegar Oleksii Bykov var rekinn af velli fyrir að skalla Kjartan Henry Finnbogason. Þrátt fyrir liðsmuninn ógnuðu heimamenn sama og ekkert í seinni hálfleik og voru raunar hættulegri meðan enn var jafnt í liðum. Eins og þeirra er von og vísa varðist KA vel og það er engin tilviljun að liðið hefur haldið þrisvar sinnum hreinu í fyrstu fjórum leikjum sínum í sumar. KA er í 2. sæti deildarinnar með tíu stig en KR í því sjöunda með fjögur stig. KR var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sótti stíft. Vörn KA var samt einu sinni sem oftar þétt. Atli Sigurjónsson fékk besta færi fyrri hálfleiks, og leiksins, þegar hann skaut framhjá með hægri fæti, sínum verri, á 28. mínútu. Tveimur mínútum síðar átti Kennie Chopart fast skot sem Steinþór Már Auðunsson sló í burtu. Á 36. mínútu kom vendipunktur leiksins. Bykov fylgdi þá Kjartani Henry út af vellinum og skallaði hann í kjölfarið. Elías Ingi Árnason rak Úkraínumanninn réttilega af velli og KA því manni færri. Eftir rauða spjaldið skipti Arnar Grétarsson, þjálfari KA, Dusan Brkovic inn á í hans fyrsta leik á tímabilinu. Brkovic átti glansleik sem og Ívar Örn Árnason við hlið hans en sá síðarnefndi hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar það sem af er tímabili. Sjö mínútum eftir brottvísun Bykovs skoraði Pálmi Rafn Pálmason þegar hann stýrði skoti Finns Tómasar Pálmasonar í netið. Elías Ingi dæmdi hins vegar markið af eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann Berg Daða Ágústsson. Hægt var að tala um einstefnu fyrir rauða spjaldið en eftir það var bara sótt á eitt mark. KA-mönnum leið aftur á móti ekkert illa að halda til í eigin vítateig og vörðust frábærlega. KR-ingar voru aftur á móti afar bitlausir og sóknarleikurinn ekki nógu markviss gegn þéttri vörn KA-manna. Varamaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson fékk besta færi KR í seinni hálfleik á 82. mínútu en Steinþór varði frá honum. Í uppbótartíma átti Kennie svo skot framhjá marki KA. Skömmu síðar fékk Hallgrímur Mar Steingrímsson besta, og eiginlega eina, færi KA í leiknum en Beitir Ólafsson varði skot hans. Lokatölur 0-0 og KR hefur ekki enn skorað á heimavelli í sumar. Rúnar: Ekki óskastaða mín eða okkar í KR Rúnar Kristinsson er ekki sáttur með uppskeruna hingað til á tímabilinu.vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, viðurkenndi að það hafi ekki hjálpað sínu liði neitt þegar KA-maðurinn Oleksii Bykov fékk rauða spjaldið í leiknum á Meistaravöllum í dag. KR-ingar sóttu stíft allan leikinn en KA-menn gáfu nánast engin færi á sér. „Það vantaði betri sendingar og kannski fleiri opnanir. En eins og ég sagði fyrir leikinn er KA með frábært skipulag og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Og þessi fáu færi sem við fengum nýttum við ekki,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við herjuðum á þá allan seinni hálfleikinn, reyndum að vera þolinmóðir með boltann og finna leiðir. En þegar við fundum þær vantaði síðustu sendinguna eða afgreiðsluna. Þeir vörðust ofboðslega vel og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Rúnar segir að KA-menn séu sennilega erfiðasta lið deildarinnar að brjóta á bak aftur. „Þeir eru ofboðslega erfiðir. Ég var eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald. Það hefði verið betra að vera ellefu gegn ellefu. Þá hefðum við kannski fengið fleiri möguleika á að opna þá. Þeir fóru lítið fram í seinni hálfleik en við þurftum að passa okkur því þeir eru með hraða og góðar skyndisóknir. Við náðum ekki nægilega góðum opnunum og fyrirgjöfum og þeir voru alltaf á undan í boltann inni í teignum og grimmari en við,“ sagði Rúnar. Hann var sammála þeirri fullyrðingu blaðamanns að KR-ingar hafi verið hættulegri meðan það var enn jafnt í liðum. „Við vorum það sennilega í fyrri hálfleik. Í seinni vorum við hættulegir, að sækja og upp við vítateig þeirra allan tímann og reyndum að finna leiðir í gegn sem við fundum ekki. Því fór sem fór. Þeir vörðust vel og lokuðu á okkur þótt þeir væru einum færri,“ sagði Rúnar. Eftir sigur á Fram í 1. umferðinni hefur KR nú aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta er ekki óskastaða mín eða okkar í KR. Við hefðum viljað hafa fleiri stig en við sættum okkur við þetta. Við getum ekki annað. Þetta er búið, við verðum að halda áfram og gera betur næst. Og kannski skora eitt og eitt mark,“ sagði Rúnar að lokum. Arnar: Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta Arnar Grétarsson var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks.vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli þegar hans menn gerðu markalaust jafntefli við KR á Meistaravöllum í kvöld. Hann hrósaði sínu liði eftir leikinn. „Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í leikslok. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“ Besta deild karla KR KA
KR og KA gerðu markalaust jafntefli á Meistaravöllum í 4. umferð Bestu deildar karla í dag. KR-ingar eru án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum og hafa bara skorað eitt mark í þeim. Þeir voru manni fleiri frá 36. mínútu þegar Oleksii Bykov var rekinn af velli fyrir að skalla Kjartan Henry Finnbogason. Þrátt fyrir liðsmuninn ógnuðu heimamenn sama og ekkert í seinni hálfleik og voru raunar hættulegri meðan enn var jafnt í liðum. Eins og þeirra er von og vísa varðist KA vel og það er engin tilviljun að liðið hefur haldið þrisvar sinnum hreinu í fyrstu fjórum leikjum sínum í sumar. KA er í 2. sæti deildarinnar með tíu stig en KR í því sjöunda með fjögur stig. KR var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sótti stíft. Vörn KA var samt einu sinni sem oftar þétt. Atli Sigurjónsson fékk besta færi fyrri hálfleiks, og leiksins, þegar hann skaut framhjá með hægri fæti, sínum verri, á 28. mínútu. Tveimur mínútum síðar átti Kennie Chopart fast skot sem Steinþór Már Auðunsson sló í burtu. Á 36. mínútu kom vendipunktur leiksins. Bykov fylgdi þá Kjartani Henry út af vellinum og skallaði hann í kjölfarið. Elías Ingi Árnason rak Úkraínumanninn réttilega af velli og KA því manni færri. Eftir rauða spjaldið skipti Arnar Grétarsson, þjálfari KA, Dusan Brkovic inn á í hans fyrsta leik á tímabilinu. Brkovic átti glansleik sem og Ívar Örn Árnason við hlið hans en sá síðarnefndi hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar það sem af er tímabili. Sjö mínútum eftir brottvísun Bykovs skoraði Pálmi Rafn Pálmason þegar hann stýrði skoti Finns Tómasar Pálmasonar í netið. Elías Ingi dæmdi hins vegar markið af eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann Berg Daða Ágústsson. Hægt var að tala um einstefnu fyrir rauða spjaldið en eftir það var bara sótt á eitt mark. KA-mönnum leið aftur á móti ekkert illa að halda til í eigin vítateig og vörðust frábærlega. KR-ingar voru aftur á móti afar bitlausir og sóknarleikurinn ekki nógu markviss gegn þéttri vörn KA-manna. Varamaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson fékk besta færi KR í seinni hálfleik á 82. mínútu en Steinþór varði frá honum. Í uppbótartíma átti Kennie svo skot framhjá marki KA. Skömmu síðar fékk Hallgrímur Mar Steingrímsson besta, og eiginlega eina, færi KA í leiknum en Beitir Ólafsson varði skot hans. Lokatölur 0-0 og KR hefur ekki enn skorað á heimavelli í sumar. Rúnar: Ekki óskastaða mín eða okkar í KR Rúnar Kristinsson er ekki sáttur með uppskeruna hingað til á tímabilinu.vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, viðurkenndi að það hafi ekki hjálpað sínu liði neitt þegar KA-maðurinn Oleksii Bykov fékk rauða spjaldið í leiknum á Meistaravöllum í dag. KR-ingar sóttu stíft allan leikinn en KA-menn gáfu nánast engin færi á sér. „Það vantaði betri sendingar og kannski fleiri opnanir. En eins og ég sagði fyrir leikinn er KA með frábært skipulag og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Og þessi fáu færi sem við fengum nýttum við ekki,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við herjuðum á þá allan seinni hálfleikinn, reyndum að vera þolinmóðir með boltann og finna leiðir. En þegar við fundum þær vantaði síðustu sendinguna eða afgreiðsluna. Þeir vörðust ofboðslega vel og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Rúnar segir að KA-menn séu sennilega erfiðasta lið deildarinnar að brjóta á bak aftur. „Þeir eru ofboðslega erfiðir. Ég var eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald. Það hefði verið betra að vera ellefu gegn ellefu. Þá hefðum við kannski fengið fleiri möguleika á að opna þá. Þeir fóru lítið fram í seinni hálfleik en við þurftum að passa okkur því þeir eru með hraða og góðar skyndisóknir. Við náðum ekki nægilega góðum opnunum og fyrirgjöfum og þeir voru alltaf á undan í boltann inni í teignum og grimmari en við,“ sagði Rúnar. Hann var sammála þeirri fullyrðingu blaðamanns að KR-ingar hafi verið hættulegri meðan það var enn jafnt í liðum. „Við vorum það sennilega í fyrri hálfleik. Í seinni vorum við hættulegir, að sækja og upp við vítateig þeirra allan tímann og reyndum að finna leiðir í gegn sem við fundum ekki. Því fór sem fór. Þeir vörðust vel og lokuðu á okkur þótt þeir væru einum færri,“ sagði Rúnar. Eftir sigur á Fram í 1. umferðinni hefur KR nú aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta er ekki óskastaða mín eða okkar í KR. Við hefðum viljað hafa fleiri stig en við sættum okkur við þetta. Við getum ekki annað. Þetta er búið, við verðum að halda áfram og gera betur næst. Og kannski skora eitt og eitt mark,“ sagði Rúnar að lokum. Arnar: Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta Arnar Grétarsson var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks.vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli þegar hans menn gerðu markalaust jafntefli við KR á Meistaravöllum í kvöld. Hann hrósaði sínu liði eftir leikinn. „Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í leikslok. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti