Þrír tugir handteknir vegna óláta í kringum leik Frankfurt og West Ham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Stuðningsfólk Frankfurt óð inn á völlinn er ljóst var að liðið var komið í úrslit. Það voru hins vegar ólæti fyrir leik sem leiddu til þess að 30 manns voru handteknir. Uwe Anspach/Getty Images Eintracht Frankfurt og West Ham United mættust í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í vikunni. Mikil ólæti stuðningsfólks beggja liða setti svartan blett á leikinn en alls hafa þrjátíu manns verið handteknir vegna hegðunar sinnar í aðdraganda leiksins. Því miður virðist enn vera til það fólk sem mætir á íþróttaviðburði til þess eins að skemma fyrir öðrum. Það á við um nokkra aðila sem þykjast styðja Eintracht Frankfurt annars vegar og West Ham United hins vegar. Alls mættu 48 þúsund manns á leik liðanna og reikna má með að flest öll þeirra hafi hagað sér sómasamlega þó stuðningsfólk West Ham hafi án efa verið svekkt vegna úrslita leiksins. Fyrir leik kom hins vegar til átaka sem endaði með því að tveir stuðningsmenn West Ham þurftu að fara á sjúkrahús eftir að hafa rotast. Nú hafa lögregluyfirvöld í Þýskalandi staðfest að rúmlega 30 manns hafi verið handteknir fyrir leik liðanna. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af stórum hóp stuðningsmanna West Ham sem virtist vera bíða eftir stuðningsmönnum heimaliðsins. Talið er að í kringum 800 stuðningsmenn enska félagsins hafi verið á staðnum. More than 30 people have been arrested after clashes between fans of Eintracht Frankfurt and West Ham United https://t.co/0DEPhfMk36— Times Sport (@TimesSport) May 5, 2022 Hvort eitthvað hafi átt sér stað eftir leik kemur hvergi fram en Frankfurt vann einvígið 3-1 samanlagt og mætir Rangers í úrslitum Evrópudeildarinnar 2022. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Því miður virðist enn vera til það fólk sem mætir á íþróttaviðburði til þess eins að skemma fyrir öðrum. Það á við um nokkra aðila sem þykjast styðja Eintracht Frankfurt annars vegar og West Ham United hins vegar. Alls mættu 48 þúsund manns á leik liðanna og reikna má með að flest öll þeirra hafi hagað sér sómasamlega þó stuðningsfólk West Ham hafi án efa verið svekkt vegna úrslita leiksins. Fyrir leik kom hins vegar til átaka sem endaði með því að tveir stuðningsmenn West Ham þurftu að fara á sjúkrahús eftir að hafa rotast. Nú hafa lögregluyfirvöld í Þýskalandi staðfest að rúmlega 30 manns hafi verið handteknir fyrir leik liðanna. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af stórum hóp stuðningsmanna West Ham sem virtist vera bíða eftir stuðningsmönnum heimaliðsins. Talið er að í kringum 800 stuðningsmenn enska félagsins hafi verið á staðnum. More than 30 people have been arrested after clashes between fans of Eintracht Frankfurt and West Ham United https://t.co/0DEPhfMk36— Times Sport (@TimesSport) May 5, 2022 Hvort eitthvað hafi átt sér stað eftir leik kemur hvergi fram en Frankfurt vann einvígið 3-1 samanlagt og mætir Rangers í úrslitum Evrópudeildarinnar 2022. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira