Innlent

Segir skilið við Brynju eftir 60 ár

Bjarki Sigurðsson skrifar
Verslunin Brynja við Laugaveg 29 fær nýja eigendur á næstunni.
Verslunin Brynja við Laugaveg 29 fær nýja eigendur á næstunni. Bjarni Einarsson

Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu en Brynjólfur hefur verið við störf í Brynju í sextíu ár, síðan hann var tvítugur. Hann segist ganga stoltur frá borði.

Verslunin hefur verið rekin í rúm hundrað ár og verið á Laugavegi 29 í tæpa öld eða síðan 1929. Brynjólfur segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda og leitar nú að góðum kaupendum. 

Verslunin sjálf er til sölu ásamt öðrum fasteignum við Laugaveg 29. Eignirnar eru samtals rúmir 700 fermetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×