Flokkur fólksins útilokar ekki að setja tímabundið leiguþak Kolbrún Baldursdóttir og Helga Þórðardóttir skrifa 7. maí 2022 22:01 Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Reykjavík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólksins viljum nýta það og hafa lóðirnar á kostnaðarverði. Við viljum tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang aðhagkvæmum lóðumþannigað þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Sú er því miður ekki raunin í dag. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði. Aukið framboð og aukin fjölbreytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. Hvað þýðir „óhagnaðardrifinn“ rekstur og hvernig tryggjum við sanngjarna húsaleigu? Óhagnaðardrifinn rekstur stendur undir kostnaði og ef einhver afgangur verður þá rennur hann til neytendanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta sams konar kröfur um greiðslumat vegna leigusamninga og gilda vegna lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngjandi húsnæðiskostnaði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðiskostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur sem stæðust greiðslumat. Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og langar að kasta henni fram hér til hugleiðingar. Gaman væri að heyra skoðun leigjenda á henni og sem flestum öðrum einnig. Tryggja þarf öryggi leigjenda og réttindi þeirra Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau réttindi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og berst fyrir réttindum leigjenda á þeim vettvangi. Ásamt því að tryggja verður sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda útilokar Flokkur fólksins ekki að setja á leiguþak tímabundið meðan ástandið á húsnæðismarkaði er sem verst. Flokkur fólksins er með frumvarp á Alþingi um að frysta verðtryggingu á húsnæðislánum og leigusamningum í eitt ár. Í raun má segja að það frumvarp gangi út á að setja á tímabundið leiguþak enda eru langflestir leigusamningar verðtryggðir. Margir leigjendur berjast í bökkum. Leigjendur greiða allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. AirBnb-væðing Hægt er að takmarka „AirBnb-væðingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurning, en erlendis frá eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á húsnæði fyrir almenna borgara. Að húsnæði standi tómt getur verið af mismunandi ástæðum. Oft er um að ræða húsnæði sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta svo það verði íbúðarhæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refsingar á eigendur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjármagna nauðsynlegar endurbætur. Að því sögðu er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja skilyrði um búsetu eða leggja gjöld á eigendur fasteigna sem láta þær standa tómar án lögmætrar ástæðu. Flokkur fólksins er opinn fyrir því að skoða slíkar hugmyndir. Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólksins að helst ætti enginn að þurfa að hírast óviljugur á erfiðum leigumarkaði, eins og á við um langflesta leigjendur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hagsmunum leigjenda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigumarkaði kleift að komast þaðan í eigið húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna á Alþingi sem þjóna þeim tilgangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borgarstjórn fái hann umboð kjósanda í komandi kosningum 14. maí. Höfundar skipa 1. og 2. sæti Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Leigumarkaður Airbnb Helga Þórðardóttir Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Reykjavík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólksins viljum nýta það og hafa lóðirnar á kostnaðarverði. Við viljum tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang aðhagkvæmum lóðumþannigað þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Sú er því miður ekki raunin í dag. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði. Aukið framboð og aukin fjölbreytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. Hvað þýðir „óhagnaðardrifinn“ rekstur og hvernig tryggjum við sanngjarna húsaleigu? Óhagnaðardrifinn rekstur stendur undir kostnaði og ef einhver afgangur verður þá rennur hann til neytendanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta sams konar kröfur um greiðslumat vegna leigusamninga og gilda vegna lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngjandi húsnæðiskostnaði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðiskostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur sem stæðust greiðslumat. Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og langar að kasta henni fram hér til hugleiðingar. Gaman væri að heyra skoðun leigjenda á henni og sem flestum öðrum einnig. Tryggja þarf öryggi leigjenda og réttindi þeirra Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau réttindi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og berst fyrir réttindum leigjenda á þeim vettvangi. Ásamt því að tryggja verður sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda útilokar Flokkur fólksins ekki að setja á leiguþak tímabundið meðan ástandið á húsnæðismarkaði er sem verst. Flokkur fólksins er með frumvarp á Alþingi um að frysta verðtryggingu á húsnæðislánum og leigusamningum í eitt ár. Í raun má segja að það frumvarp gangi út á að setja á tímabundið leiguþak enda eru langflestir leigusamningar verðtryggðir. Margir leigjendur berjast í bökkum. Leigjendur greiða allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. AirBnb-væðing Hægt er að takmarka „AirBnb-væðingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurning, en erlendis frá eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á húsnæði fyrir almenna borgara. Að húsnæði standi tómt getur verið af mismunandi ástæðum. Oft er um að ræða húsnæði sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta svo það verði íbúðarhæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refsingar á eigendur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjármagna nauðsynlegar endurbætur. Að því sögðu er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja skilyrði um búsetu eða leggja gjöld á eigendur fasteigna sem láta þær standa tómar án lögmætrar ástæðu. Flokkur fólksins er opinn fyrir því að skoða slíkar hugmyndir. Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólksins að helst ætti enginn að þurfa að hírast óviljugur á erfiðum leigumarkaði, eins og á við um langflesta leigjendur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hagsmunum leigjenda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigumarkaði kleift að komast þaðan í eigið húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna á Alþingi sem þjóna þeim tilgangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borgarstjórn fái hann umboð kjósanda í komandi kosningum 14. maí. Höfundar skipa 1. og 2. sæti Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun