Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er alltaf eftirsótt og var sýningin núna á HönnunarMars engin undantekning. Það vakti lukku þegar þær Kolfinna Kristófersdóttir og Brynja Jónbjarnardóttir mættu á pallinn á sýningunni.
Kolfinna vinnur nú sem húðflúrari og Brynja sem hagfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kolfinna var á allra vörum þegar stærstu hönnuðir heimsins rifust um að fá hana til að ganga á sýningum þeirra en hún gekk meðal annars fyrir Valentino, Versace, Givenchy og Chanel ásamt því að skarta forsíðu i-D og síðum Vogue.
Brynja Jónbjarnardóttir vann fyrir kúnna á borð við Moschino, Vera Wang, Bloomingdales og meðal annars andlit Carven.



HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar.
Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.