Chelsea varði Englandsmeistaratitilinn þökk sé sigri á Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 13:00 Leikmenn Chelsea fagna með þjálfara sínum Emmu Hayes þegar ljóst er að titillinn er í augsýn þriðja árið í röð. Twitter@ChelseaFCW Chelsea er Englandsmeistari kvenna í fótbolta eftir 4-2 sigur á Manchester United er lokaumferð deildarinnar fór fram. Arsenal endar stigi á eftir Chelsea eftir 2-0 útisigur á Dagný Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United. Það hrikti í stoðunum hjá Chelsea er liðið lenti undir gegn Man United á heimavelli í dag en gestirnir gerðu sér vonir um að ná 3. sæti deildarinnar og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fimm mínútum eftir að Martha Thomas kom gestunum yfir þá jafnaði Erin Cuthbert fyrir Englandsmeistarana. Ella Ann Toone kom Man Utd hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og voru gestirnir 2-1 yfir í hálfleik. Ljóst var að spennustigið var hátt en Chelsea hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 heimaleikjum þar á undan. Samantha Kerr sá til þess að taugar Chelsea róuðust en hún jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guro Reiten kom heimaliðinu svo yfir á 51. mínútu og allur vindur úr gestunum. Kerr bætti svo við öðru marki sínu á 66. mínútu og gat heimaliðið farið að undirbúa fagnaðarlætin. 42 - Since her @BarclaysFAWSL debut in January 2020, @samkerr1 has scored more goals than any other player in the division (42), whilst she's become the first player to net 20+ times in consecutive Women's Super League campaigns. Icing. pic.twitter.com/LTvCBE0HFf— OptaJoe (@OptaJoe) May 8, 2022 Fór það svo að leiknum lauk með 4-2 sigri og Chelsea ver því Englandsmeistaratitilinn. Þeirra þriðji titill í röð. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United og lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tók á móti Arsenal en Skytturnar þurftu að treysta á að Man Utd myndi næla í allavega stig í Lundúnum svo þær gætu hirt toppsætið. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Skytturnar tvívegis í síðari hálfleik, Stina Blackstenius og Stephanie Catley með mörkin. Lokatölur 2-0 gestunum í vil en þar sem Chelsea vann sinn leik þá þurfti Arsenal að láta 2. sætið duga í ár. Dagný nældi sér í gult spjald á 54. mínútu og var tekin af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Önnur úrslit voru þau að Birmingham City vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Aston Villa. Brighton & Hove Albion og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Manchester City vann 4-0 útisigur á Reading og þá vann Tottenham Hotspur 1-0 sigur á Leicester City. Chelsea endaði á toppi deildarinnar með 56 stig, þar á eftir kom Arsenal með 55 og svo fer Man City í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 3. sæti með 47 stig. West Ham endaði í 6. sæti með 27 stig og Birmingham féll með aðeins 11 stig. Fótbolti Enski boltinn England Bretland Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Það hrikti í stoðunum hjá Chelsea er liðið lenti undir gegn Man United á heimavelli í dag en gestirnir gerðu sér vonir um að ná 3. sæti deildarinnar og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fimm mínútum eftir að Martha Thomas kom gestunum yfir þá jafnaði Erin Cuthbert fyrir Englandsmeistarana. Ella Ann Toone kom Man Utd hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og voru gestirnir 2-1 yfir í hálfleik. Ljóst var að spennustigið var hátt en Chelsea hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 heimaleikjum þar á undan. Samantha Kerr sá til þess að taugar Chelsea róuðust en hún jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guro Reiten kom heimaliðinu svo yfir á 51. mínútu og allur vindur úr gestunum. Kerr bætti svo við öðru marki sínu á 66. mínútu og gat heimaliðið farið að undirbúa fagnaðarlætin. 42 - Since her @BarclaysFAWSL debut in January 2020, @samkerr1 has scored more goals than any other player in the division (42), whilst she's become the first player to net 20+ times in consecutive Women's Super League campaigns. Icing. pic.twitter.com/LTvCBE0HFf— OptaJoe (@OptaJoe) May 8, 2022 Fór það svo að leiknum lauk með 4-2 sigri og Chelsea ver því Englandsmeistaratitilinn. Þeirra þriðji titill í röð. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United og lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tók á móti Arsenal en Skytturnar þurftu að treysta á að Man Utd myndi næla í allavega stig í Lundúnum svo þær gætu hirt toppsætið. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Skytturnar tvívegis í síðari hálfleik, Stina Blackstenius og Stephanie Catley með mörkin. Lokatölur 2-0 gestunum í vil en þar sem Chelsea vann sinn leik þá þurfti Arsenal að láta 2. sætið duga í ár. Dagný nældi sér í gult spjald á 54. mínútu og var tekin af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Önnur úrslit voru þau að Birmingham City vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Aston Villa. Brighton & Hove Albion og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Manchester City vann 4-0 útisigur á Reading og þá vann Tottenham Hotspur 1-0 sigur á Leicester City. Chelsea endaði á toppi deildarinnar með 56 stig, þar á eftir kom Arsenal með 55 og svo fer Man City í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 3. sæti með 47 stig. West Ham endaði í 6. sæti með 27 stig og Birmingham féll með aðeins 11 stig.
Fótbolti Enski boltinn England Bretland Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira