Svona vill Vegagerðin tvöfalda Suðurlandsveg við Rauðavatn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2022 22:02 Landfylling verður gerð út í Rauðavatn. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Vegagerðin Vegagerðin undirbýr breikkun Suðurlandsvegar á fimm kílómetra kafla við bæjardyr Reykjavíkur, milli Rauðavatns og Hólmsár. Stefnt er að því að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndband af því hvernig vegurinn kemur til með að líta út þegar búið verður að fjölga akreinum í fjórar, í 2+2 veg, samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Umhverfismat er núna í kynningu og hafa menn frest til 16. maí næstkomandi til að gera athugasemdir við frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Vegarkaflinn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins.Stöð 2/Skjáskot. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta umferðarþyngsti tveggja akreina vegur á landinu og gera spár ráð fyrir að umferðin aukist um 30 til 50 prósent til ársins 2030. Markmið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi með því að aðskilja aksturstefnur og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg ásamt því að greiða fyrir umferð óvarinna vegfarenda. Sjónarhorn vegfarenda á austurleið við Rauðavatn eftir breikkun.Efla Verkinu verður skipt upp í tvo áfanga og er sá fyrri 1,9 kílómetra kafli á milli Bæjarháls og Norðlingavaðs. Síðar áfanginn er svo 3,4 kílómetra kafli á milli Norðlingavaðs og Hólmsár. Byggð verður ný brú yfir Hólmsá og eldri brú framlengd. Landfylling verður gerð út í Rauðavatn og segir Vegagerðin að hún sé talin geta bætt lífríki vatnsins og stöðugleika vatnsyfirborðs. Hringtorg við Norðlingavað verður tvöfaldað. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Ásýnd vegfarenda á leið til Reykjavíkur á kaflanum milli Hólmsár og Norðlingavaðs eftir tvöföldun.Efla Til að byrja með er gert ráð fyrir hringtorgum, en að mislæg gatnamót leysi þau af hólmi í framtíðinni. Ný hægri beygja verður inn og út við Heiðmörk. Vinstri beygjum verður lokað. Byggt verður nýtt hringtorg við Hafravatnsveg. Áformað hringtorg á gatnamótum Hafravatnsvegar.Efla Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Vonir standi til að framkvæmdir hefjist árið 2024 en of snemmt sé að segja til um verklok. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra kynningarmyndband um framkvæmdina: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndband af því hvernig vegurinn kemur til með að líta út þegar búið verður að fjölga akreinum í fjórar, í 2+2 veg, samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Umhverfismat er núna í kynningu og hafa menn frest til 16. maí næstkomandi til að gera athugasemdir við frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Vegarkaflinn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins.Stöð 2/Skjáskot. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta umferðarþyngsti tveggja akreina vegur á landinu og gera spár ráð fyrir að umferðin aukist um 30 til 50 prósent til ársins 2030. Markmið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi með því að aðskilja aksturstefnur og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg ásamt því að greiða fyrir umferð óvarinna vegfarenda. Sjónarhorn vegfarenda á austurleið við Rauðavatn eftir breikkun.Efla Verkinu verður skipt upp í tvo áfanga og er sá fyrri 1,9 kílómetra kafli á milli Bæjarháls og Norðlingavaðs. Síðar áfanginn er svo 3,4 kílómetra kafli á milli Norðlingavaðs og Hólmsár. Byggð verður ný brú yfir Hólmsá og eldri brú framlengd. Landfylling verður gerð út í Rauðavatn og segir Vegagerðin að hún sé talin geta bætt lífríki vatnsins og stöðugleika vatnsyfirborðs. Hringtorg við Norðlingavað verður tvöfaldað. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Ásýnd vegfarenda á leið til Reykjavíkur á kaflanum milli Hólmsár og Norðlingavaðs eftir tvöföldun.Efla Til að byrja með er gert ráð fyrir hringtorgum, en að mislæg gatnamót leysi þau af hólmi í framtíðinni. Ný hægri beygja verður inn og út við Heiðmörk. Vinstri beygjum verður lokað. Byggt verður nýtt hringtorg við Hafravatnsveg. Áformað hringtorg á gatnamótum Hafravatnsvegar.Efla Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Vonir standi til að framkvæmdir hefjist árið 2024 en of snemmt sé að segja til um verklok. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra kynningarmyndband um framkvæmdina:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22
Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42