Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 9. maí 2022 09:01 Keppendur Eurovision hittust allir í fyrsta skipti í opnunarhófi keppninnar í ítölskum kastala í gær. Samsett/EBU Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. Júrógarðurinn var auðvitað á staðnum og síðar í dag mun birtast þáttur um viðburðinn með viðtölum við keppendur og skemmtilegum augnablikum frá túrkís dreglinum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra keppendur sem vöktu mikla athygli fyrir utan Reggia di Venaria í gær. Gulu úlfarnir voru skrautlegir á rauða dreglinum. Þeir töluðu eingöngu með handahreyfingum og höfðu mann með sér sem svaraði öllum spurningum blaðamanna.EBU Cornelia Jakobs er talin sigurstrangleg á laugardag. Hún glitraði á dreglinum í gær og sagði okkur meðal annars að hún drekkur alltaf heitt te til að róa taugarnar áður en hún stígur á svið.EBU Íslenski hópurinn Systur fékk mikið af hrósum fyrir litagleði í fatavali. Þau héldu fast í 70's glamúr stílinn sinn og voru ótrúlega flott á túrkísdreglinum.EBU Hljómsveitin Systur var með áberandi skilaboð á viðburðinum.EBU Úkraínsku Kalush Orchestra voru með mikið fylgdarlið með sér. Þeir leituðu skjóls undir tjaldi íslensku blaðamannanna þegar mesta rigningin gekk yfir og þökkuðu fyrir sig með því að skilja eftir svona bleika hatta eins og sá sem sést á myndinni. Allir voru þeir klæddir í svart.EBU Circus Mircus fóru ekki framhjá neinum á túrkís dreglinum. Blómaskeggið vakti sérstaka athygli.EBU Sam Ryder var klæddur í silfraðan samfesting og sagði innblásturinn fyrir fatavalinu vera að hann væri fljótari að gera sig tilbúinn í þessum samfesting, þar sem hann elskar að sofa út. TikTok stjarnan var einstaklega vinsæl hjá aðdáendum keppninnar sem mættir voru við túrkúsdregilinn.EBU Citi Zēni frá Lettlandi voru algjör sjarmatröll á viðburðinum. Þeir gáfu sér góðan tíma til að spjalla við íslensku blaðamennina og sungu meðal annars Með hækkandi sól fyrrir okkur á túrkís dreglinum.EBU Brooke keppandi Írlands í ár var í litríkum fjaðrakjól. Hún dansaði á túrkísdreglinum ásamt dönsurum sínum við mikinn fögnuð viðstaddra.EBU Danska hljómsveitin REDDI var í ótrúlega skrautlegum drögtum og allar voru þær í eins hvítum skóm. Algjörir töffarar.EBU Ástralski Shledon Riley fór ekki framhjá neinum á viðburðinum í gær. Díva með allt á hreinu!EBU Malik Harris frá Þýskalandi sagði okkur á túrkís dreglinum að hann samdi lagið sitt eftir að hafa horft á þátt af The Office.EBU Heimamennirnir Mahmood & Blanco gengu síðastir eftir túrkísdreglinum og gáfu sér góðan tíma til að spjalla við blaðamenn og leyfðu svo aðdáendum að taka sjálfsmyndir með sér.EBU We Are Domi frá Tékklandi klæddust fötum frá fatahönnuði heimalands síns. Þau völdu að vera í fánalitunum sínum á túrkísdreglinum.EBU The Ramus frá Finnlandi voru þvílíkir töffarar á opnunarhátíðinni, öll í svörtu.EBU Chanel var stórglæsileg í eldrauðu með flæðandi skikkju sem drógst eftir dreglinum. Algjör stjarna á þessum viðburði.EBU Chanel var með fríðu föruneyti hvítklæddra dansara sinna en Chanel er sjálf lærður dansari ásamt því að vera söngkona og leikkona.EBU Achille Lauro keppandi San Marino vakti athygli fyrir fataval. Hann leyfði húðflúrum sínum að njóta sín.EBU Við ræddum við íslensku keppendurna á viðburðinum í gær og má horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Síðar í dag birtist svo sérstakur þáttur af Júrógarðinum um þennan skrautlega viðburð. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Tíska og hönnun Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Íslensku keppendurnir leyfa eigin karakterum að skína á opnunarhátíðinni Júrógarðurinn tók púlsinn á Ellen Loftsdóttur, stílista íslenska hópsins í ár. Hún segir samstarfið hafa gengið virkilega vel og fari fram með mikilli samvinnu. 8. maí 2022 15:51 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Júrógarðurinn var auðvitað á staðnum og síðar í dag mun birtast þáttur um viðburðinn með viðtölum við keppendur og skemmtilegum augnablikum frá túrkís dreglinum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra keppendur sem vöktu mikla athygli fyrir utan Reggia di Venaria í gær. Gulu úlfarnir voru skrautlegir á rauða dreglinum. Þeir töluðu eingöngu með handahreyfingum og höfðu mann með sér sem svaraði öllum spurningum blaðamanna.EBU Cornelia Jakobs er talin sigurstrangleg á laugardag. Hún glitraði á dreglinum í gær og sagði okkur meðal annars að hún drekkur alltaf heitt te til að róa taugarnar áður en hún stígur á svið.EBU Íslenski hópurinn Systur fékk mikið af hrósum fyrir litagleði í fatavali. Þau héldu fast í 70's glamúr stílinn sinn og voru ótrúlega flott á túrkísdreglinum.EBU Hljómsveitin Systur var með áberandi skilaboð á viðburðinum.EBU Úkraínsku Kalush Orchestra voru með mikið fylgdarlið með sér. Þeir leituðu skjóls undir tjaldi íslensku blaðamannanna þegar mesta rigningin gekk yfir og þökkuðu fyrir sig með því að skilja eftir svona bleika hatta eins og sá sem sést á myndinni. Allir voru þeir klæddir í svart.EBU Circus Mircus fóru ekki framhjá neinum á túrkís dreglinum. Blómaskeggið vakti sérstaka athygli.EBU Sam Ryder var klæddur í silfraðan samfesting og sagði innblásturinn fyrir fatavalinu vera að hann væri fljótari að gera sig tilbúinn í þessum samfesting, þar sem hann elskar að sofa út. TikTok stjarnan var einstaklega vinsæl hjá aðdáendum keppninnar sem mættir voru við túrkúsdregilinn.EBU Citi Zēni frá Lettlandi voru algjör sjarmatröll á viðburðinum. Þeir gáfu sér góðan tíma til að spjalla við íslensku blaðamennina og sungu meðal annars Með hækkandi sól fyrrir okkur á túrkís dreglinum.EBU Brooke keppandi Írlands í ár var í litríkum fjaðrakjól. Hún dansaði á túrkísdreglinum ásamt dönsurum sínum við mikinn fögnuð viðstaddra.EBU Danska hljómsveitin REDDI var í ótrúlega skrautlegum drögtum og allar voru þær í eins hvítum skóm. Algjörir töffarar.EBU Ástralski Shledon Riley fór ekki framhjá neinum á viðburðinum í gær. Díva með allt á hreinu!EBU Malik Harris frá Þýskalandi sagði okkur á túrkís dreglinum að hann samdi lagið sitt eftir að hafa horft á þátt af The Office.EBU Heimamennirnir Mahmood & Blanco gengu síðastir eftir túrkísdreglinum og gáfu sér góðan tíma til að spjalla við blaðamenn og leyfðu svo aðdáendum að taka sjálfsmyndir með sér.EBU We Are Domi frá Tékklandi klæddust fötum frá fatahönnuði heimalands síns. Þau völdu að vera í fánalitunum sínum á túrkísdreglinum.EBU The Ramus frá Finnlandi voru þvílíkir töffarar á opnunarhátíðinni, öll í svörtu.EBU Chanel var stórglæsileg í eldrauðu með flæðandi skikkju sem drógst eftir dreglinum. Algjör stjarna á þessum viðburði.EBU Chanel var með fríðu föruneyti hvítklæddra dansara sinna en Chanel er sjálf lærður dansari ásamt því að vera söngkona og leikkona.EBU Achille Lauro keppandi San Marino vakti athygli fyrir fataval. Hann leyfði húðflúrum sínum að njóta sín.EBU Við ræddum við íslensku keppendurna á viðburðinum í gær og má horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Síðar í dag birtist svo sérstakur þáttur af Júrógarðinum um þennan skrautlega viðburð. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Tíska og hönnun Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Íslensku keppendurnir leyfa eigin karakterum að skína á opnunarhátíðinni Júrógarðurinn tók púlsinn á Ellen Loftsdóttur, stílista íslenska hópsins í ár. Hún segir samstarfið hafa gengið virkilega vel og fari fram með mikilli samvinnu. 8. maí 2022 15:51 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11
Íslensku keppendurnir leyfa eigin karakterum að skína á opnunarhátíðinni Júrógarðurinn tók púlsinn á Ellen Loftsdóttur, stílista íslenska hópsins í ár. Hún segir samstarfið hafa gengið virkilega vel og fari fram með mikilli samvinnu. 8. maí 2022 15:51