Vaktin: Segja aðgerðirnar í Donbas vera langt á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2022 06:41 Slasaðir úkraínskir hermenn fyrir utan Azovstal-stálverið í Maríupol. AP/Úkraínski herinn Vanmat Rússa á andspyrnu Úkraínumanna og áætlanagerð þeirra, þar sem gert var ráð fyrir að allt færi að óskum, hefur leitt til þess að aðgerðir þeirra hafa ekki gengið sem skyldi. Því gat Rússlandsforseti ekki fagnað sigri á „sigurdeginum“ í gær. Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira