Vaktin: Segja aðgerðirnar í Donbas vera langt á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2022 06:41 Slasaðir úkraínskir hermenn fyrir utan Azovstal-stálverið í Maríupol. AP/Úkraínski herinn Vanmat Rússa á andspyrnu Úkraínumanna og áætlanagerð þeirra, þar sem gert var ráð fyrir að allt færi að óskum, hefur leitt til þess að aðgerðir þeirra hafa ekki gengið sem skyldi. Því gat Rússlandsforseti ekki fagnað sigri á „sigurdeginum“ í gær. Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira